14.9.2007 | 11:29
Föstudagsþankar hvuttalings.
Hún fóstra mín er búin að gefa mér aðgang að blogginu sínu einu sinni í viku. Ekki veit ég af hverju, en dettur í hug að það sé af því ég er svoddan eðalhundur og eftirlæti allra, nú eða loksins er komið þetta ,,Indian Summer" sem mannfólkið er svo hrifið af. Fóstra mín var alla vega í góðu skapi í morgun og gaf mér jafnvel bita af hafrakexinu sem ég þarf yfirleitt að grenja út.
En hér ligg ég nú og sóla mig og læt mig dreyma. Sá hvar gestur fóstru minnar fór í göngutúr, hún heitir víst Rut, en nennti ekki að skokka með henni. Hún gæti verið eins og Gerður hans Helga listamanns. Hún var rosaleg. Eftir 6 km gafst ég upp og lagði niður rófuna og sneri heimleiðis. Ég læt engan hafa mig í aðra eins vitleysu aftur.
Nú er ég orðinn dálítið þreyttur í loppunum svo ég ætla a hætta að berja þetta á lyklaborðið. Þarf að láta fóstru mína klippa á mér neglurnar. Verð að muna það. Verst hvað minnið er stutt hjá hvuttum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.