Á að bæta þjónustuleysið sem flugstöðin er fræg fyrir?

Nú verður gaman að sjá hvort þeir bæti þjónustu við farþega, þá á ég aðallega við farþega sem þurfa nauðsynlega á hjólastól að halda.  Ég hef í tvígang á þessu ári lent í veseni með hjólastólafarþega bæði við brottför og komu til landsins.  Þar sem þeir virða ekki alþjóðalög og er nokk sama hvort farþegi sem ekki er fær um að ferðast án hjálpar kemst út í vélina.

Dóttir mín lenti líka í því að koma heim með ungabarn þar sem tíu aðrar mæður biðu í einn og hálfan tíma með grátandi börn um miðja nótt eftir barnakerrunum úr vélinni. Engin svör fengust og ekkert nema ónotin!!

Vinkona mín kom frá Spáni fyrir nokkrum viku með eiginmann sinn sem hafði fengið hjartaáfall og var með brotinn ökla í ofanálag.  Enginn hjólastóll, enginn þjónusta!!!!!!!!!

Í öllum þessum tilvikum var búið að panta hjólastóla.  Þjónustuleysið og dónaskapurinn er þvílíkur við farþega að það er landi og þjóð til háborinnar skammar!  Og svo hækka þeir aðstöðugjöld um 56% !  Hlakka til næst þegar ég kem heim og þarf á hjálp eða aðstoð að halda. 


mbl.is Mótmæla hækkun aðstöðugjalda í Leifsstöð um 56%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband