7.11.2007 | 19:12
Fyrir þá sem nenna ekki lengur að fægja silfur. Þetta svínvirkar!
Hér er virkilegt skítaveður og best hefði verið að kúra fyrir framan arininn með góða bók en samviskan sagði mér að það gengi ekki upp enda af nógu að taka hér á heimilinu. Gerði góða tilraun til að klára haustverkin hér úti en hrökklaðist inn undan veðrinu. Vonandi tekst mér að klára það um helgina.
Tók mig til og dró allt silfrið úr skúfum og skápum og er nú langt komin með að þrífa allt draslið. Sem sagt, byrjuð á jólahreingerningum. Ætla að koma að hér fínni hugmynd ef einhver skildi vera orðinn pirraður á að pússa silfur.
Setjið fjórar matskeiðar af matarsóda og fimm ræmur af álpappír í fat og dúndrið draslinu ofaní og hellið sjóðandi vatni yfir. Bíðið í nokkrar mínútur og viti menn, silfrið ykkar kemur upp eins og nýtt! Frábær hugmynd.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.