8.11.2007 | 21:20
Snjöll hugmynd- gæti bjargað sálarheill borgarbúa.
Var rétt í þessu að renna í hlað eftir klukkutíma umferðarteppu á hraðbrautinni. Spotti sem venjulega tekur 10 mínútur tók um klukkustund vegna vegaframkvæmda. Var þá hugsað til landa minna sem bölsótast yfir nokkra mínútna töf um háannatímann.
Rörið hans Krumma gæti hugsanlega reddað stressuðum Reykvíkingum frá ótímabæru taugaáfalli. Mér finnst alla vega að skipulagsnefnd ætti að taka þetta til athugunar þó að framkvæmdir færu jafnvel ekki í gang fyrr en ég væri löngu komin sex fet niður. Svona framkvæmdir eru nú ekki hristar framan úr erminni. En mikið askoti er þetta snjöll hugmynd.
Umferðin í rör milli eyjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.