20.11.2007 | 11:09
Fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað öðruvísi...
..og eiga leið um Frönsku-Sviss Þýskalands verða að heimsækja Pflaums Posthotel í Pegnitz. Algjör ævintýraheimur fyrir þá sem hafa áhuga á innanhúsaarkitektúr, og ekki verða matgæðingar sviknir þar sem eldhúsið er frábært.
PPP hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1707. Listamaðurinn og innanhúsaarkitektinn Andreas Pflaum rekur það í dag ásamt bróður sínum sem er listakokkur. Fyrir 30 árum var hótelið endurbætt og fjölskyldan keypti tvö hús við hliðina sem voru samtengd því gamla.
Dirk Obliers innanhúsaarkitekt aðstoðaði vin sinn Andreas Pflaum við að innrétta hótelið á sínum tíma og þar hafa þeir vinir farið á meistaralegt flug. Ekkert herbergi er eins hannað og hvert skúmaskot er nýtt til hins ýtrasta. Sumum gæti þótt nóg um t.d. er bókaherbergið þakið bókum frá gólfi til lofts og þvílíkt og annað eins bókasafn! Allt á rúi og stúi, mig langaði rosalega til að fara og laga aðeins til þarna inni. Mikið er um ranghala í húsinu og minnir dálítið á völundarhús þar sem lýsing og speglar villa manni sýn. Listaverkin eru eins og frosin ofan í gólfin, skúlptúrar og gínur klæddar furðufötum gera andrúmsloftið mjög óvenjulegt og jafnvel dálítið spúkí.
En sjón er sögu ríkari. Ekki láta þetta fara fram hjá ykkur ef þið eruð á leið um þetta svæði! Læt hér fylgja slóðina Info@ppp,com eða www.ppp.com
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.