Jólakort, kertaljós og jólalög fyrsta sunnudag í aðventu

Það voru börn í Bretlandi um miðja 19. öld sem byrjuðu að búa til jólakort og senda vinum og ættingjum, ja eða svo segir sagan.  Yfirleitt voru þetta ljóð sem börnin settu niður á pappír og myndskreyttu síðan. 

Handgerð jólakort eru fáséð í dag því miður, en alltaf slæðist þó eitt og eitt í póstkassann okkar. Ég dáist að fólki sem gefur sér tíma til að handgera jólakortin sín en þetta gerði maður jú hér í den í barnaskólanum og lagði sig allan fram til að hafa þau sem fallegust, glasmyndir og glimmer var alveg toppurinn. 

Jólakortavinir okkar eru margir og um hver jól ætla ég að skera aðeins niður en það hefur gengið frekar illa hingað til.  Ef ég tek einn út bætist bara annar við svo fjöldinn breytist lítið frá ári til árs. Ég er ansi hrædd um að þetta sé þannig hjá flestum sem á annað borð senda jólakveðjur. 

Jólakveðjur eiga líka að vera persónulegar og skrifaðar með vinarþeli og hlýju.  Hverjum finnst gaman að fá kort sem er prentað Gleðileg Jól, farsælt komandi ár, Jón og Gunna.  Ekki mér.  Fólk sem sendir svona kveðjur á bara að sleppa því.  Annað sem sumir hafa tekið upp á er að senda jólakveðjur á aðfangadag í tölvupósti.  Halló!

Jæja nóg um það.  Hér er jólapósturinn langt kominn og ég naut hverrar mínútu í dag að sitja við skriftir og hugsa til hvers og eins þegar penninn þaut yfir kortin.  Virkileg jólastemmning í húsinu þar sem jólatónlist og flöktandi kerti gerðu þetta að hátíðarstund fyrir mig á meðan minn elskulegi horfði á enska boltann í sjónvarpinu.Wink 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband