Heimþráin gerir vart við sig - er eitthvað svo blue

Ég get varla sagt að ég hafi fengið heimþrá öll þessi ár okkar hér fjarri heimalandinu en þar sem ég sat og fletti blaði landsmanna með morgunkaffinu helltist þetta bara yfir mig sí svona. Woundering

Ég saknaði þess allt í einu að komast ekki á Jólatónleika, ekki það að hér geti ég ekki hlýtt á fallega tónlist í hundrað turna borginni en það eru svo ótal margir tónleikar í gangi heima sem ég gæti hugsað mér að hlýða á og ég las einhvers staðar að það væru yfir 100 tóleikar í gangi núna á aðventunni. 

Ég gæfi mikið fyrir að geta dólað mér í svona klukkutíma inn í góðri bókaverslun og gluggað í jólabækur, rölt niður Laugarveginn og fá mér kaffitár með dóttur minni.  Já ætli það sé ekki það sem kemur þessari heimþrá af stað.  Undanfarin ár hefur dóttir okkar búið í London en er nú komin aftur heim með fjölskyldu sína og í gær hringdi hún í mig og var að fara að baka smákökur með vinkonum sínum og mikil jólastemmning í gangi. 

En það þíðir ekki að súta þetta, ég bara skelli mér núna í að skreyta húsið og panta mér miða á Hnotubrjótinn og málinu er reddað.Whistling   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ía mín, ég get alveg skilið þessa tilfinningu með heimþrána  því það er kannski í fyrsta skipti á minni æfi sem ég hef upplifað þá tilfinningu inn á milli í minni yndislegu dvöl síðustu mánuðina hér í Köben! 

Knús og kossar

þín Bökka

Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk elsku Bökka mín.  Mér var einmitt hugsað til þín núna rétt áðan.  En nú er stutt í það að þú farir heim  Knúsaðu alla frá mér algjöru jólaknúsi

Ía Jóhannsdóttir, 3.12.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband