4.12.2007 | 13:35
Málið vakti mikinn óhug hér á sínum tíma
Þegar litla sonardóttir okkar fæddist hér í Prag sl. október hafði ég ekki heyrt um þetta mál og það vakti athygli mína, varúðarreglur spítalans. Um leið og hún kom í heiminn var syni mínum rétt rautt sótthreinsandi efni og hann beðinn um að rita nafnið hennar á annað lærið. Einnig var hún með þetta venjulega plastarmband með nafni og fæðingardegi.
Síðan þetta mál kom til sögunnar hafa öryggisreglur spítalanna hér verið stórbættar enda sorglegt að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir.
![]() |
Tékknesk stúlkubörn aftur til foreldra sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.