7.12.2007 | 11:33
Ljósin tendruð að Stjörnusteini
Það var jólalegt í gærkvöldi þegar ég renndi í hlaðið. Pavel minn var búinn að setja upp þúsundir ljósa hér um alla eignina svo lýsti langar leiðir. Hann hefur verið mér innanhandar undanfarin ár og sett seríurnar upp en átti stundum mjög erfitt með að skilja að seríum er hent ef þær virka ekki almennilega. Eitt árið var hann í heila viku, án þess að ég vissi, að dunda við að skipta um perur í tugum sería sem voru að mínu áliti gjör ónýtar. Það tók mig langan tíma að útskýra fyrir honum að þetta væri tímasóun og líka það að perurnar kostuðu meira en ný sería. Já stundum reynir á þolinmæðina í þessu landi.
Fyrstu árin hér áttum við í miklu basli með rafmagnið um hátíðarnar. Um leið og ég var búin að tengja eina seríu sló rafmagnið iðulega út. Þetta fór rosalega í mínar fínustu. En þegar árin liðu fóru þeir að skilja að á þessu heimili er rafmagn ekki sparað svo fljótlega komust hlutirnir í lag.
Sveitungar okkar gera sér ferðir hingað á aðventunni til þess að bera dýrðina augum enda skreytir engin hér um slóðir jafn mikið og hún ég. Jóla hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.