Norðlenska hráa hangikjötið þótti lostæti

Í gær héldum við ,,Opið Jólahús" hér heima í sveitinni fyrir vini og kunningja.  Um förutíu manns komu og dönsuðu inn jólin með okkur.  Það myndast alltaf dálítil stemmning þegar minn elskulegi kemur með hangilærið og sker smá flís handa hverjum og einum að smakka. 

Jólaglöggið, sem við lögum á ,,okkar vísu" með Grandi og koníaki rann ljúflega niður og fólk var farið að taka undir jólalögin sem hljómuðu hér um allt hús.  Hver með sínu nefi að sjálfsögðu.

Möndluleikurinn vekur líka mikla lukku og að þessu sinni var sá heppni frá Englandi og fékk að sjálfsögðu möndlugjöf. 

 Virkileg jólastemmning hér í sveitinni og þúsundir jólaljósa hér í garðinum gerði þetta ævintýralegt fyrir marga sem skilja ekki hvernig við förum að því að setja allar þessar seríur upp fyrir hver jól.  Það var kátt fólk sem  hélt útí stjörnubjarta vetrarnóttina með yl í sálu og sinni eftir skemmtilega samverustund á aðventu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband