Litla jólatréð sem lenti í hrakkningum

Ég er litla jólatréð sem á ættir mínar að rekja til Riga alla daga síðan á 16. öld.  Síðan lágu leiðir ,,fortrjáa" minna til Dresden á 19.öld en það var ekki fyrr en á 19. öldinni að við komum til Íslands með Dönum. Ég hef borið mín börr hér í Tékklandi þar til fyrir stuttu að menn komu með axir og tól og hjuggu mig niður og hentu mér upp á pallbíl og brunuðu með mig til borgarinnar.

Það fór ekkert sérlega vel um mig þarna á leiðinni innan um önnur tré sem örlögin höfðu líka leikið grátt en við því var ekkert að gera við gátum öll hlakkað til að lenda inná góðum heimilum og verða skreytt með ljósum og glingri og notið þess að láta börn sem og fullorðna dáðst af okkur.  Ég var líka viss um að ég yrði flottast af þeim öllum því minn stofn var beinn og greinarnar lögulegar eins og hefðartré sæmir.

Eftir að hafa dúsað þarna á pallbílnum í nokkra klukkustundir var prísundin loks á enda og mér var komið fyrir á einum jólamarkaðinum.  Ekki leið á löngu þar til lítil hnáta með rauða húfu kom auga á mig innan um alla vini mína og sagði: , Mamma þarna er tréð okkar"  Móðirin kom og skoðaði mig í bak og fyrir og síðan heyrði ég að,, jú, þetta gæti gengið, ekki of stórt og yrði fallegt í króknum í stofunni"

Þar með var ég tekið og troðið í gegn um einhverja forláta vél sem vafði mig plastneti, ekki beint þægilegt en ég lét mig hafa það því nú var stundin alveg að renna upp, ég yrði flottasta og dýrasta tréð um hátíðina.

 Fjölskyldan bar mig að bílnum en þar sem ég var í stærra lagi var ómögulegt að koma mér fyrir í Skodanum svo mér var komið fyrir uppá toppi bílsins og beislað kirfilega niður eða svo hélt þessi yndælis fjölskylda.  Við vorum rétt komin út á hraðbrautina og bíllinn brunaði á þó nokkrum hraða fór að hrikta í böndunum og ég fann hvernig losnaði um þau smátt og smátt þar til festingarnar gáfu sig og ég flaug af bílnum og lenti harkalega á malbikinu.  Bíllinn með fjölskyldunni brunaði frá mér því auðvitað tóku þau ekkert eftir þessu þar sem þetta gerðist á einu augnabliki.

Þarna lá ég síðan og gat enga björg mér veitt.  Bílar þutu hjá og var mesta mildi að ekki hlaust stórslys af þar sem ég lá á miðri akreininni. Allt í einu stoppaði ökumaður og vippaði mér upp í bílinn sinn og þar með var mér bjargað frá því að enda ævi mína útí vegkanti hér í Tékklandi.  Ég eignaðist sem sagt nýja fjölskyldu sem fer örugglega vel með mig og gerir mig að fallegasta jólatrénu í þorpinu en mér er nú oft hugsað til litlu stúlkunnar með rauðu húfuna sem valdi mig í byrjun, en vona bara að hún hafi fundið eitt af fjölskyldu minni sem gleður hana um jólin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband