Vinkonan gat ómögulega munað hvar hún hefði gift sig!

Var þetta jólastress eða hvað?   Í snarvitlausu veðri hittust vinkonur mínar í Langholtskirkju þar sem tónleikar voru haldnir til minnangar Sturlu Erlendssonar sem lést fyrir tæpu ári síðan. Búið var að kaupa miða og fram að síðustu stundu var beðið eftir einni okkar sem, ja ef satt skal segja, er iðulega ansi róleg í tíðinni. Þar sem ekkert bólaði á minni héldu þær að hún hefði bara ekki treyst sér út í veðrið og ákveðið að halda sig heima en svo var nú aldeilis ekki raunin.

Eftir tónleikana var ákveðið að fara á kaffihús og spjalla aðeins saman.  Þegar þær vinkonurnar, sem höfðu notið frábærra tónleika Fóstbræðra, mættu á kaffihúsið situr ekki mín bara þar og er ansi kindarleg á svip.  Hún hafði bara alls ekki munað hvort hún hefði gift sig í Langholtskirkju eða Áskirkju fyrir 36 eða -7 árum!Undecided   Það skal tekið fram að þessi vinkona okkar er fædd og uppalin í Reykjavík.LoL

Þegar hún kom að Langholtskirkju en vinkonurnar voru búnar að segja henni að tónleikarnir væru í kirkjunni sem hún hefði gift sig í, fannst henni ekkert kunnuglegt við umhverfið enda hefur mikið verið lagað í kring um kirkjuna síðan 1969.  Og eins og hún tók til orða: ,, það voru svo margir bílar á bílastæðinu svo hún sá ekki almennilega hvort hún væri á réttum stað".  Hún ákvað með sjálfri sér að þetta gæti ekki verið rétta kirkjan og hélt að Áskirkju en þá kannaðist hún heldur ekkert við að hafa gift sig þarPinch

Þetta held ég að sé hámark jólastressins!  Því við hinar vinkonurnar neitum því alfarið að þetta sé ,,old timer" við erum ekki svo gamla eða kalkaðar að muna ekki hvar við giftum okkur þó árin séu orðin ansi mörg.Whistling

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband