Þegar vindur gnauðaði úti og kuldinn herjaði á merg og bein..

..sat ég inni við arineld og las Harðskafa, dálítið kuldalegt heiti á bók og átti vel við aðstæður hér úti fyrir.  Bókin var svo sem ekki slæm og ekki góð.  Arnaldur hefur oft sent frá sér betri bækur, verð ég nú að segja.  Dálítið fannst mér hún langdregin á köflum svo og að ég gat mér fljótlega til um endinn og fannst mér það miður. Sakamálasögur eiga að koma manni að óvörum annars er ekkert fútt í þeim. 

Nú er ég að byrja á bókinni hans Þráins, Englar dauðans.  Finnst hún lofa góðu en segi ekkert fyrr en ég hef lokið við bókina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband