17.1.2008 | 20:29
Konur eru konum verstar eða svo er sagt
Í grámyglu morgundagsins þar sem ég keyrði að heiman niðrí borg á leið á fund og hafði lítið annað að gera en að fylgjast með letilegri umferðinni (140-180 pr.km) fór þessi dagfarsprúða kona sem ég er yfirleitt að semja skammarræðu sem hún ætlaði að þrusa yfir fundarkonur.
Ég er sporðdreki sem yfirleitt tek öllu með þegjandi sældinni nema þegar mér eða öðrum er misboðið eða sýnd rosalegt óréttlæti þá síður ekki bara upp úr heldur ég hreinlega gýs. Það sem lá mér svona þungt á hjarta er búið að krauma innra með mér undanfana viku og þegar kraumar fer að sjóða og síðan kemur sprengingin, það er bara ekkert öðruvísi.
Nú verð ég að skýra mál mitt aðeins betur fyrir lesendum. Árið 1968 var stofnaður hér kvennaklúbbur Commercial Wifes. Eiginkonur erlendra verslunarfulltrúa í Sendiráðunum hér tóku sig til og stofnuðu þennan klúbb. Eftir nokkur ár lagðist þessi samkunda niður og það var ekki fyrr en árið 1991 að hann var endurvakinn af 12 erlendum konum sem allar voru kvæntar erlendum verslunarmönnum hér í borg. Ég var ein af þessum endur-stofnendum og erum við aðeins tvær eftir af gamla genginu. Fyrst í stað hittumst við heima hjá hvor annari í morgunkaffi og tilgangur með þessum félagsskap var að miðla upplýsingum um almenna þjónustu sem erfitt var að finna (engar gular síður) sbr. læknishjálp, skóla, jafnvel upplýsingar um hvað væri á markaðinum þennan daginn. Við vorum með svokallað net. Ef einhver fór á markað og fann t.d. Iceberg salat þá var hringt út og látið síðan ganga áfram. Yfirleitt voru kálhausarnir taldir svo engin færi fýluferð. 10 hausar 10 úthringingar. Engin vogaði sér að kaupa nema eitt stykki. Svona var nú það.
Annað sem þessi klúbbur gerði var að koma saman einu sinni í mánuði og skemmta sér með eiginmönnum. Við vorum allar giftar vinnuölkum þ.a.l. allar á sama báti. Við drógum karlanna með okkur hingað og þangað um borgina og yfirleitt var sérstök nefnd í því að finna nýja staði sem hentaði til partýhalds. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og við vorum rosa ,,tím" öll sem eitt.
Nú kem ég loksins að kjarna málsins. Örugglega allir búnir að gefast upp á þessari langloku Í dag er þessi félagskapur enn við líði. Hættur að kalla sig Commerial Wifes (þótti allt of dipló hef aldrei skilið það) og kallar sig í dag Prague Friends ( sounds like The Amish people) hef aldrei þolað þessa nafnabreytingu. OK. Fimmtíu konur héðan og þaðan út heiminum eru nú félagar og hittast einu sinni í mánuði yfir morgunkaffi.
Ástæðan fyrir því að ég var svona rosalega reið var að við ég og formaðurinn vorum búnar að undirbúa Gala Ball hér í janúar og vorum komnar með um 50 manns á lista en urðum að afpannta allt heila klabbið sal, hljómsveit, mat og allt sem því fylgir að halda Grand Ball. Djöfuls spæling. Enduðum með 20 manns á listanum.
Fomaðurinn (góð vinkona mín Breti) fór mjög fínt í þetta í byrjun fundar eins og sannur Breti en síðan tók ég við og hellti mér yfir þessar kerlingar sem bara þiggja og gera ekkert nema krítesera. Ég lét þær heyra að við værum ekkert hressar með þetta og þetta væri ekki í fyrsta sinn sem við yrðum að kanselaera vegna lack of interest.
Tíu konur eru held ég virkar í þessum klúbbi í dag hinar bara sitja og smjatta á kökum og kaffi. Engin leggur neitt til málanna bara láta mata sig á upplýsingum og toppurinn sem kom fram á fundinum var þegar ég spurði hvað er hér í gangi, hver vegna skrifið þið ykkur á lista aftur og aftur og bakkið síðan eða jafnvel mætið ekki? Hér eru konur sem leggja sig fram ár eftir ár. Halló
Svör: My husband don´t like dancing! My husbands tox dont fit anymore! My husband is taking me skiing! Úr mínum munni frussaði ég : It is a lousy excuse I don´t accept this. Síðan kom þrumuræða sem ég sjálf eiginlega vissi ekki til að ég gæti látið út úr mér. Að lokum bað ég þær vinsamlega um að hugsa sinn gang þetta væri enginn andskotans saumaklúbbur.
Minn elskulegi spurði mig eftir fundinn ,,hvað var þarna í gangi, (fundurinn haldin á Rvík) það mátti heyra saumnál detta þegar þú varst búin"? Hehehhe. Japs, gott mál og mér leið rosalega vel eftir að hafa ausið úr skálum reiðinnar. Rosalega er gott að geta blásið út einstöku sinnum.
Fékk mér síðan Lunch með góðum vinkonum og ræddum málin í rólegheitum en ég er viss um að nú er ég á milli tannanna hjá mörgum.
Úps, þetta var gott!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Uss, Ía mín þetta er bara eins og kvenfélögin á Íslandi,
ætíð sömu konurnar sem vinna verkin.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 20:48
Já Milla láttu mig vita það var í Lions í mörg ár en asskotakornið, kemur mér alltaf jafn að óvöru. Ég er enn pínu pirró
Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:44
Frábært hjá þér að losa þetta út úr þér. Maður á ekki að byrgja svona inni. Vonandi lagast ástandið í klúbbnum eða þú bara gefur skít í þær. Óþarfi að ganga undir öðrum. Hafðu það gott yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 23:06
Ég vill ekki blanda mér í þetta kvennamál
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.