Veit aðeins um einn með vissu sem er í algjöru rusli núna

Ætla ekki að blanda mér mikið í þessa hringavitleysu þarna á eyrinni enda hef ég ekki kosningarétt og stjórnmál alls ekki ekki minn tebolli.  Það sem hefur vakið athygli mína er að hörðustu íhaldsmenn eru ekki par hrifnir af þessum sandkassaleik.  Ekki ætla ég heldur að dæma þessa ágætu menn sem verma ætla borgarstjórastólinn til skiptis, örugglega góðir menn og frambærilegir svona ef vel er gáð.

"Duglaus stjórn er mikil blessun fyrir þjóðina" stendur einhvers staðar.  Ef til vill, hver veit?Wink

En það veit ég að einn góður vinur minn er núna í algjöru rusli eftir Borgarstjóraskiptin og það er listamaðurinn og skúlptúristinn Helgi Gíslason sem setið hefur sveittur í mörg ár að gera "Hausa" í brons af flestum ef ekki öllum Borgarstjórum Reykjavíkurborgar. 

 Og nú bætist enn einn við í hópinn og jafnvel aðrir tveir á þessu kjörtímabili.  Heilir sjö "Hausar" á átta árum.  Ekki furða að aumingja Helgi minn sjái ekki fram úr þessum verkefnum. Hvar á svo að koma þessum "Hausum" fyrir, allir í röð, merktir bak og fyrir með nafni og dagsetningum á stalli í Ráðhúsinu. Ætli verði ekki að byggja við húsið í framtíðinni ef þessu heldur svona áfram. 

Helgi minn ekki láta deigan síga þetta hlýtur að taka enda einn góðan veðurdag og ef ekki þá tekur þú bara alla hersinguna með þér hingað í sveitina, ég meina fyrrverandi borgarstjóra og þeir geta setið fyrir hér í Leifsbúð næstu árin.  Ekki málið. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er náttúrulega alger bónus fyrir Helga. Ætli Helgi sé á mála hjá Reykjavíkurborg alla ævi? Ég mundi gjarnan vilja hjálpa ef hann vantar aðstoðarmann

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband