Endurfundir hjá ,,Rósunum"

  ,, Nei, hæ gaman að sjá þig. Rosalega lítur þú vel út, hefur bara ekkert breyst!" þetta glumdi í eyrum mér þegar ég kom inn á veitingastað í gærkvöldi þar sem ,,Rósirnar" hittust aftur eftir næstum 20 ár.  Guð, nú verð ég mér til skammar hugsaði ég þar sem ég hengdi kápuna mína upp og bjóst til að ganga í salinn þar sem þessi föngulegi leikfimishópur frá Djassballettskóla Báru stóð í hnapp og knúsuðu hvor aðra.

Ég er alveg rosalega ómannglögg og nú var enginn elskulegur til að hvísla að mér hver væri hvað. Sem betur fer gekk þetta stórslysalaust og ég gat komið saman andlitum og nöfnum án þess að klikka áberandi mikið. 

Það voru ungar og hressar konur sem byrjuðu saman að hoppa undir leiðsögn Báru fyrir hartnær þrjátíu árum og héldu hópinn í mörg ár.  Farið var reglulega í ferðir innanlands og haldnar árshátíðir. 

Nú voru það nítján hressar kellur sem komu saman og rifjuðu upp skemmtilegar minningar.  Eftir matinn voru teknar léttar æfingar svona til upprifjunar en hér skal ekki sagt frá hæfni eða úthaldi.  Ákveðið var að taka upp reglulegar gönguferðir ,,aldraða" svo það er búið að endurvekja ,,Rósirnar" hennar Báru. Ég lofaði að mæta þegar ég ætti leið hér um.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hlýtur að hafa verið gaman, ekki spurning, en fannst þér þær ekki allar miklu eldri en þú?? það hefur komið fyrir mig, ég er enn svo ung að innan.  Kveðja til þín mín kæra Ía.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Spegill, spegill herm þú mér.... að sjálfsögðu var ég flottust

Ía Jóhannsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu þú þurftir nú ekki að taka það fram sætust,
en svakalega hefur þetta verið gaman hjá ykkur.
                              Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband