Sápustríðið herjar á fleiri stöðum

Sá þessa undarlegu frétt ef frétt skildi kalla í morgun og af því að hún hangir enn inni (skil ekki hvað er málið) þá langar mig til að upplýsa ykkur um það að nú er að skella á sápustríð um gjörvalla Evrópu. Allir sem vettlingi geta valdið hella sér í stórþvotta með Ariel Ultra, Ariel Mountain og Ariel Color.  Sápulöðrið flæðir hér hvarvetna úr hýbýlum manna svo fólk á fótum sínum fjör að launa og kerlingar standa kófsveittar yfir þvottavélum og suðupottum og sést ekki til sólar fyrir mjallahvítum þvotti sem blaktir hér í vorgolunni eins og gunnfáni við hvert heimili.

Jú, jú hér fóru þeir líka hamförum, Proctor & Gamble og bjuggu til fjöll af þessu undra þvottaefni í öllum helstu stórmörkuðum Tékklands.  Hvað er svona merkilegt við það? Stórfrétt í Mbl. tekið beint úr Aftenposten.  Sápustyrjöld yfirvofandi!  Halló það vita allir sem hafa haft einhver kynni af Norðmönnum að þeir elska sitt OMO og fara nú varla að skipta um tegund eins fastheldnir og þeir eru. 

Ég skildi þessa herferð hér ósköp vel vegna þess að í dag flæðir inn í landið allskyns hreinlætisvörur sem Tékkar hafa litla sem enga þekkingu á svo fyrir mér var þetta ósköp eðlileg sjálfsbjargarviðleitni af hálfu P & G. 

Þegar við komum hingað 1991 var aðeins hægt að fá eina tegund þvottaefnis, man nú ekki hvað það hét en flestir keyptu bara þessa gömlu grænsápu svo og það sem við kölluðum Sólskinsápu þegar ég var að alast upp.  Mörg heimili suðu sína eigin sápu og hér var enginn sóðaskapur á heimilum.  Tékkar eru mjög þrifin þjóð og hvergi voru eins hreinar gardínur fyrir gluggum og hér.  Allir áttu eins gardínur og allar voru þær mjallahvítar.  Sápa var munaðarvara og ef þú komst inn á almenningssalerni þá var sápan í neti sem var kirfilega fest við vegginn, stundum með hengilás.

Einu sinni spurði ég konu hér hvert ég gæti farið með fötin mín í hreinsun.  Hún hafði aldrei heyrt um fatahreinsun svo ég spurði ,, Nú hvað gerir þú þá við t.d. jakkaföt mannsins þíns?"  ,,Ég þvæ þau í höndunum heillin"  svaraði hún og brosti svo skein í skemmdar tennurnar. Svona var nú þetta 1991 en hvort Arial eða Persil kemur til með að koma á einhverri sápustyrjöld hér það stórefa ég.

Datt þetta bara svona í hug þegar ég sá þessa bjánalegu frétt um yfirvofandi sápustríð í Noregi Tounge

 

 

 


mbl.is Nýtt sápustríð yfirvofandi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyndið, sápustríð.  Man eftir OMO þegar ég var í Norge í den, nú er það bara Ariel hér á Íslandi.  Kær kveðja til þín og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var í Norge í eitt og hálft ár í denn og man líka svo vel eftir OMO.  Hef reyndar keypt Ariel hér í ein tíu ár og nota ekkert annað, fannst þetta bara svo skondin frétt   

Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góð grein hjá þér,  maður var búin að gleyma því,  þegar sápustríðið herjaði á okkur hér,   það er nú ekki svo langt síðan.   Íslenska sápan tapaði stríðinu bæði Mjöll og Sápugerðin Frygg sem framleiddu þvottaefni lögðu upp laupana og svo var Hreinol þarna líka eða hvað það nú hét.  Svona er maður fljótur að gleyma á þessum tímum allsnægtanna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.2.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband