Listasetrið Leifsbúð í Tékklandi

Fundur var haldinn hjá Leifsbúðarnefnd þegar við rákum inn nefið síðast.  Nefndin léttir okkur mikið alla vinnu í sambandi við val listamanna og úthlutun á setrinu. Veit eiginleg ekki hvernig við færum að án þessa góða hóps. 

Hér í sumar og fram í nóvember er von á frábærum listamönnum sem dvelja hér hjá okkur í nokkrar vikur í senn. Það er aðeins einn mánuður óbókaður fram í nóvember og er það mars-apríl.  Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því ,er viss um að einhver droppar inn þessar vikur. 

Það er mikill heiður að fá alla þessa góðu listamenn hingað og ómæld ánægja að geta veitt þessa þjónustu til handa löndum okkar.  Í sumar koma hingað ritöfundar, tónlistamenn og myndlistamenn svo það verður litskrúðugur hópur sem dundar sér hér í sveitinni okkar næstu mánuði.

Sigga, Leifur, Þorkell, Barbara, Kjartan, Sirrý, Þráinn g Sólveig þakka ykkur vinir mínir fyrir ykkar miklu aðstoð og vinnu. Fáum aldrei fullþakkað ykkar ómetanlegu hjálp.  Stórt knús á ykkur öll! 

Leyfi ykkur að fylgjast með þegar fram líða stundir.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gaman í Prag, er það ekki? 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er sko engin lognmolla hér skal ég segja þér

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er náttúruega alveg stórkostlegt framtak.  Verður maður að vera "Listamaður" til að fá inni í Leifsbúð?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bíddu er þetta listamaðurinn sjálfur sem spyr?  Ætlast er til að fólk vinni að einhverju ákveðnu verkefni og fræðimenn eru jú líka listamenn ekki satt. 

 Við lánum húsið án endurgjalds og hvert tímabil eru sex vikur eða eftir samkomulagi.  Kjartan Ragnarsson og Sirrý sjá um okkar hóp Lilja mín þ.e.a.s. leikhúsfólkið. Síðan eru umsóknir skoðaðar og nefndin mín velur listamennina.  Þú ert hjartanlega velkomin.

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband