3.3.2008 | 15:44
Veðurofsinn var ekkert lamb að leika sér við
Vindhviðurnar sem gengu hér yfir mið Evrópu á laugardag og sunnudag voru ansi skarpar og fimm eða sex Íslendingar sem ætluðu að mæta á Góu-gleðina í Vínarborg treystu sér ekki út í veðurofsann og þá er nú mikið sagt þegar landinn situr heima vitandi af góðum mat og frábærri skemmtun.
Í veðrinu sem gekk hér yfir um helgina létust fimm manns í Austurríki, fimm í Ungverjalandi og tveir hér í Tékklandi. Það er Guðs mildi að ekki urðu fleiri stórslys svo vitað sé.
En það er skemmst frá því að segja að síðbúið Þorrablót Íslendinga í Austurríki og nágrannalöndunum fór einstaklega vel fram. Mættu þar um 60 manns í góðum gír og hámuðu í sig súrmetið og skemmtu sér langt fram eftir nóttu að góðum Íslenskum sið. Stórsöngvararnir Einar Thorlacius og Ásgeir Ágústsson héldu uppi fjöldasöng og gamanyrðum við mikinn fögnuð landa sinna þess að milli sem þeir tóku lagið að sinni einstöku snilld.
Þökkum ykkur Vínarbúar fyrir frábært kvöld í góðra vina hóp.
Lá við flugslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úff þetta er ljótt að heyra, en það er gott að þið eruð komin heim, heil á húfi og að þið hafið notið helgarinnar. Kv. Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.3.2008 kl. 16:09
Er afar fegin að heyra í þér Ía mín, fylgdist með fréttunum og hugsaði til ykkar
þetta var hrikalegt veður.
Þið hafið sloppið áður en þetta byrjaði og gott að þið eruð komin heim.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2008 kl. 16:25
Gott að þú ert heil á húfi. ÉG sá komment frá þér og langaði að segja þér að ég er oft búin að fara í sprautur á þessu svæði sem verkirnir eru, fór 8 sinnum frá því í ágúst í fyrra og fram í nóv. Nú á að reyna að deyfa beint inn í liðinn og þannig að reyna að finna ástæðuna fyrir verkjunum. Ég er ekki voða bjartsýn, enda með aðra skoðun á þessu en læknarinir, en ég læt mig hafa þetta, á endanum verða þeir vonandi sammála mér og finna lausn á vandanum. Knús í krús til þín litla spons.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:38
Ásdís mín bestu bataóskir og knús á þig vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 3.3.2008 kl. 20:43
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 09:40
Gaman að lesa skrifin þín.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.