Bráðfyndinn bæjarstjóri

Jæja vinur, nú skalt þú bara halda í líftóruna.  Mér er alveg sama hvernig þú gerir það en þú vogar þér ekki að hrökkva upp af.  Það er nefnilega ekkert pláss í kirkjugarðinum. 

 Við getum svo sem holað þér hér utan garðs en erum skíthrædd við að þú takir þá upp á því að ganga aftur og hrella bæjarbúa og það viljum við ekki, svo þú skalt bara verskú tóra þar til við gefum þér grænt ljós lagsmaður.   

Hvernig og hvar hefur hann hugsað sér að framliðnir taki út refsinguna, á himni eða jörð? LoL


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

það var einhver bæjarstjóri í USA sem setti reglur um að dauðsföll væru bönnuð í hans bæ vegna plássleysis í kirjugörðum.

Nánustu aðstandendur voru sektaðir ef einhver dó. Hann fékk síðan einhverja áminningu frá fylkisstóranum og svo lognaðist þessi della út af..

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband