9.3.2008 | 01:04
Fengu hláturskast
Írskir vinir okkar, sem við sátum með í kvöld skemmtu sér vel þegar ég sagði þeim frá fréttinni um söngbannið á þeirra fræga lagi ,,Danny Boy" á St. Patricks Day á Manhattan. Þau gjörsamlega veltust um af hlátri og höfðu aldrei heyrt annað eins bull. Að þetta fræga lag væri sungið við jarðafarir er þvílík firra að það nær engu tali.
En svona geta menn droppað upp með skemmtilegar hugmyndir til þess eins að koma sér á framfæri. Gott hjá þessum knæpueiganda, það verður örugglega brjálað að gera hjá honum á St. Patricks Day, ekki spurning.
![]() |
„Danny Boy“ bannaður á degi heilags Patreks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Athugasemdir
Hehehe bara allir vakandi
Ía Jóhannsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:27
Ekki spurning hann er að ná sér í ókeypis auglýsingu hahah
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 05:32
Prag er yndisleg borg, við hjónin erum búin að koma þangað tvisvar sinnum :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 05:33
Er ekki hissa á því að þau hafi hlegið.

Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 08:26
Takk fyrir innlitið öll sömul og Sigurður ég skal skila kveðju frá þér. Það er bara sjálfsagður hlutur að aðstoða landann ef eitthvað fer úr böndunum. En takk samt fyrir hlýjar kveðjur og ég skal skila þessu til míns elskulega og allra á Rvík.
Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.