Ellin kemur með sín gráu hár og ég ætla að dansa á elliheimilinu hvar sem það nú verður í heiminum.

Aldur er mjög afstæður og það minnir mig á það að vinur okkar er sextugur á þessum vordegi.  Til hamingju með það Jóhann Guðmundsson!  Sextugur og sexý! 

Alveg er mér sama hvort ég er fimmtug, fimmtíu og fimm eða alveg að nálgast sextugt.  Ég er bara hæstánægð með minn aldur svo framalega sem ég þarf ekki að berjast við einhvern krankleika.

Þegar ég varð fimmtug fór ég fyrst að hafa verulegar áhyggjur af hrukkum og öðrum fellingum sem fóru rosalega í taugarnar á mér.  Var að velta því fyrir mér daginn út og inn hvað ég gæti gert í málinu.  Fara í lyftingu og hamast í leikfimi eða bara eitthvað sem gæti bætt þessi sýnilegu merki á mínum sérdeilis flotta skrokki.  Talaði við hinar og þessar frúr sem höfðu farið í alls konar lyftingar með misjafnlega góðum árangri. 

 Í dag nenni ég ekki einu sinni að pæla í þessu það er annað sem ég hef miklu meiri áhyggjur af.  Það er nefnilega hvar ætla ég að hola sjálfri mér og mínum elskulega niður þegar tími verður kominn til að setjast í helgan stein og hafa það huggulegt í ellinni. 

Komum við til með að sætta okkur við að búa á heimili aldraða þar sem matur kemur úr lélegum mötuneytum? Enginn Kínamatur, Pizzur eða annað sem við erum vön að borða. Bannað að fá sér rauðvín með matnum, þrátt fyrir það að það sé holt fyrir æðarnar, og dansa ræl og vals þegar slíkt er boðið uppá.  Humm ég held ekki. 

Móðir mín sem býr í sinni eigin íbúð í húsi fyrir aldraða eða 50 ára og eldri er bara þokkalega ánægð en kvartar stunum yfir því að þetta sé nú óttalegt elliheimili. Hún fer endrum og eins með eldra fólkinu á samkomur út í næsta hús og kvartar þá mikið yfir því að það sé aldrei spilaður Jazz eða önnur musik frá stríðsárunum.  Þetta var hennar musik.  Af hverju er verið að troða upp á þetta fólk gömludansamusikk við harmónikkuundirleik?  Mér finnst þetta niðurdrepandi og held ekki að við komum til með að samþykkja þegar kemur að okkar kynslóð. Við komum til með að vilja heyra Bítlana og Stones og alla hina kallana.  Við viljum twist og djæv og rokk, ekki satt?  Eða hvað, verður okkur nákvæmlega sama?  Verðum við alveg í sama farinu og margt af þessu eldra fólki er í dag.  Dofið, hlutlaust og lætur allt bara gott heita?  Guð minn góður ég vona ekki.  

Þetta er það sem veldur mér alveg óstjórnlega miklum áhyggjum í dag eða þannig  Tounge og ég hef rætt þetta við mína jafnaldra og spurt spurninga sem við öll, sem erum á svipuðum aldri, erum sammála um. 

Ég veit nákvæmlega hvar ég vildi helst vera og hvernig aðstöðu ég vildi hafa en það kostar óheyrilega mikla peninga svo eins gott að fara að leggja eitthvað fyrir og hætta að spreða þessum litlu krónum sem gætu annar farið upp í kostnað á því lúxusheimili sem ég kysi að eyða ellinni.  Ég ætla alla vega að verða skemmtilegt gamalmenni hvar sem ég verð.  Lofa því! Wink

 

 

 


mbl.is Íslendingar eldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er alveg búin að skipuleggja hvernig ég ætla að vera þegar verður búið að trúða mér inn á grund. ég ætla að klippa mig sköllóttan svo gráu hárin sjáist ekki. Fá mér hring í bæði eyrun og nefið. Setja perlu í tunguna og nefið. Síðan ætla ég að láta tattúera mig á öllum stöðum með dónalegum myndum.

Svo ætla ég að vera leiðinlegur frá morgni til kvöld, kvarta yfir matnum, þjónustunni og leggja starfsfólk í einelti. Heimta að mér verði ekið um í hjólastól, þó ég geti labbað, spila póker í staðin fyrir vist. Pissa í buxurnar og láta þvo mér á hverjum degi. Vera útstúderað ókurteis og öskra á fólk í gegn um rafmagnslúður sem gengur fyrir batteríum. Og ef þeir taka hann af mér, hringi ég í lögguna og ákæri þá fyrir þjófnað.

Síðan ef ég fæ flensu, segi ég öllum að starfsfólkið sé að reyna að byrla mér eitur af því ég sé svo leiðinlegt gamalmenni..

Óskar Arnórsson, 10.3.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hallgerður takk fyrir innlitið, ætli það sé ekki rétt, aðeins tvennt í stöðunni.

Óskar ég ætla að penta þetta út svo ég geti minnt mig á það  að með þessum manni ætla ég aldrei að lenda með á Grund.   

Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Jens Guð

  Það var verið að senda þér kveðju í athugasemdadálknum undir færslunni "Prófið þennan sjávarrétt" á blogginu mínu.  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/467641/#comment1154318

Jens Guð, 10.3.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir Jens minn. Ég var búin að heyra frá Sigurði, alltaf gott að fá klapp á bakið.

Ía Jóhannsdóttir, 10.3.2008 kl. 13:42

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er svo sammála þér ég mundi ekki vilja fá svona mat á bakka, enda lifir mamma mín á bláberjum og rjóma og Remí súkkulaðikexi, stundum fær hún kókósbollur og þá er nú veisla. Við förum líka á Nings og fleiri staði fyrir hana.
En svo held ég að þetta fari bara eftir hverjum og einum hvað hann vill,
Sumir eru óttalegir fýlupokar, en við verðum ekki svoleiðis
                                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það verður fjör á elliheimilinu mínu. Dansað og tjúttað....

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 19:14

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er skíthrædd um að ég fái bara burritos og einhverja til að hugsa um mig sem skilja mig ekki, annars er ég búin að gera samninga við börnin, þau eru svo mörg að það er hægt að pendla okkur á milli.  Kær kveðja til þín elsku Ía

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:50

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

hahaha..ég ætla ALDREI á elliheimili, hversu gamall sem ég verð Ía! En ef ég fengi inni á Droplaugastöðum á Snorrabraut yrði ég til fyrirmyndar sem gamlingi.

En ég er eiginlega búin að ákveða að verða aldrei gamlingi svo þá slepp ég við þetta alltsaman..en punkaðu þetta hjá þér..

Óskar Arnórsson, 10.3.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef ekkert að segja vill bara láta vita af mér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband