Ekki öll vitleysan eins

Wink..Og hér sit ég og bíð eftir því að klukkan nálgist ellefu því þá verð ég að keyra minn hund til Dýra.  Grey kallinn er að fara í svona snip,snap fix. Veit ekki hvor er skelkaðri Erró eða minn elskulegi.  

 Hundurinn búinn að vera matarlaus í 24 tíma og skilur ekkert í því hvað við erum vondir fósturforeldrar.  Grætur við nammiskápinn og mænir á mig sorgmæddum augum. Nú er búið að taka vatnskálin líka frá honum. Frown

 Aumingja kallinn, þá á ég við hundinn ekki minn elskulega, en sá kall gat ekki einu sinni fengið sig til þess að fá sér morgunte áður en hann lét sig hverfa til vinnu. Var bara alveg ómögulegur. Það var eins og að hann væri að fara í þessa aðgerð en ekki hundurinn. Hálf hvíslaði þegar hann gekk út ,, þú lætur mig svo vita þegar þetta er afstaðið"  Man nú ekki eftir svona tilfinningasemi þegar ég fór í mína ,,aðgerð" fyrir mörgum árum en það er auðvitað allt annað mál.  Wink

 


mbl.is Kynlíf leyft, ekki hundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, það er þá komið að því. Ég vona að hann taki ekki neinum breytingum þ.e.a.s. Erró, stórkostlegur hundur ef hund skildi kalla. Stórkostlegur náungi ætti betur við. Vona að þetta gangi vel og treysti því að þú dekrir við hann í margar vikur eftir þetta

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  Sigrún mín takk fyrir innlitið.  Komin heim.  Minn voða aumur og lítill.  Nú ætla ég að dekra hann upp úr loppunum næstu daga. Kv. til ykkar allra. 

Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ það þarf að dekra við þá eftir svona snip, snap, fix er þetta fínna orð yfir að taka hann hreinlega úr sambandi. Ég get sagt þér að þeir eru ekki þeir sömu í langan tíma á eftir og okkar fósturhundur tók upp á því að gelta eins og hann væri einhver varðhundur, en svo lagast þetta.
Gangi þér vel að dekra við hann.
                                                       Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehhe fínna orð, neip bara smá tillitsemi við viðkvæma lesendur, maður veit jú aldrei, annað eins hefur nú farið fyrir brjóstið á sumum.  Erró minn er nú ekkert hamingjusamur með þennan skerm en venst því víst fljótlega.

 Gaman að heyra í þér Milla mín. Leiðinlegt að Móðir sé hætt að blogga, kem til með að sakna hennar hér.

Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 15:59

5 identicon

Hvað hefur þetta með fréttina að gera???

Halldór (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vona að þú sért að grínast

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, greyið, er það skylda, að "snip,snap,fixa, alla hunda, eða er hann það sem sumir kölluðu hér áður fyrr "Bastarður".  Æ, vonandi gengur allt vel með hann. Gefa honum nóg að drekka og sjóða handa honum hafraseyði svona til að brjóta föstuna.Gangi ykkur vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halldór: Nákvæmlega ekki neitt.  Ætlaði að skrifa eitthvað merkilegt en þetta bara kom á ,,pappírinn" og ég gleymdi fréttinni.   En held að það skipti ekki svo miklu máli.

Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband