Köld eru kvennaráð sagði minn elskulegi við mig í morgun

..með ásökunarsvip.  Þetta var svo sem alveg rétt hjá honum, það var ég sem tók þessa mikilvægu  ákvörðun þó eftir langan umhugsunartíma og er að reyna að sannfæra sjálfa mig um það að ég hafi gert rétt en skerandi vælið er alveg að fara með mig.  Alla nóttina heyrði ég í gegn um svefninn þetta ámátlega væl sem aldrei tók enda. 

 Ég er að reyna að láta þetta fara inn um annað og út um hitt en það er erfitt þegar horft er á mann ásakandi augum sem segja:  Veistu hvað þú ert búin að gera mér kona? Geturðu ímyndað þér hvað ég á bágt og síðan þarf ég að vera með þennan bölvaðan skerm sem þvælist fyrir mér svo ég get varla hreift  mig. Svo önnur tvö augu sem tilheyra mínum elskulega sem segja:  Hefðir þú látið taka mig úr sambandi?  Hefðir þú lagt þetta á mig líka?  Ertu hjartalaus kona?  Úps, það er sem sagt ófremdarástand hér núna á heimilinu og ég er í ónáð bæði hjá mínum elskulega og hundinum.

Og nú þarf ég að koma honum í bílinn, hundinum sem sagt, því hann er að fara í eftirskoðun til Dýra.  Ég er í algjöru rusli núna með samviskubit upp í kok.   

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úps, talandi um barnabækur. Eins gott að sænskir barnabókarhöfundar komi nú ekki auga á þessa færslu, sú bók yrði ekki fögur til aflestrar.Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 11:48

2 identicon

Hehe skil hann vel. Er búin að gelda minn. Hann reyndar rústaði skerminum fyrsta daginn og var þá bara settur í nærbuxur. En þetta er alltaf erfiðara fyrir eldri hunda, minn var bara 6 mán og ekki kominn með náttúru enda pissar hann eins og tíkur og  kann ekki að lyfta löpp. Hann verður fljótur að jafna sig á þessu.

Syrrý (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband