Hafragrautur veldur símatruflun

Svona atvik eru bara til þess að lífga upp á hversdaginn og koma manni í gott skap. Þannig var að ég var að tala við tengdadóttur mína áðan í símann og við bara svona að blaðra um daginn og veginn.  Á meðan á samtalinu stóð heyrði ég að hún var að smjatta á einhverju mjög gómsætu. 

Allt í einu heyri ég mikla skruðninga og spliss, splass, blobb,blobb, blobb. 

 Ég spyr: Hæ ertu þarna? 

Löng bið og ekkert heyrist nema blobb,blobb,blobb.

Ég:  Halló!

Loksins heyri ég í minni og mikið pat í röddinni:  Já, hæ er hérna, en ég missti símann ofan í hafragrautinn. Verð að fara að gera eitthvað í þessu sulli hér. Pinch  Heyrumst.

Ósjálfráð viðbrögð mín voru þau að færa símann í flýti frá eyranu og ég horfði á tækið eins og ég byggist við því að grautargumsið kæmi vellandi út úr tólinu.  Þoli nefnilega ekki hafragraut. Sick

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg ert þú frábær Ía! mér finnst verst að tala við fólk sem borðar kex, rétt á meðan maður er að segja eitthvað mikilvægt..

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður á nú bara ekki að vera að borða neitt á meðan maður talar í síman.
En hann var góður þessi, sammála, þoli ekki mjög vel hafragraut,
þó mér þætti hann góður er ég var barn.
                            Knús Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þessi var góður,

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.3.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband