Hvað er fólk líka að þvælast upp í svona tæki?

 Ég hef aldrei skilið þá áráttu hjá fólki að vilja dinglast svona í lausu lofti til þess eins að dásama útsýnið. Alveg sama þó maður sé innilokaður í einhverju glerbúri.  Allir með sælusvip og baðandi út öllum öngum yfir fegurð landslagsins.  Gólandi á himnaföðurinn, þakkandi honum fyrir að skapa jörðina. 

  En það er nú ekki alveg að marka mig ég er svo lofthrædd að bara það að stíga upp á stól getur farið með mig á tauginni. Fyrir mér er fall af stól eins og fall fram af ystu nöf ofan í stórgrýtt gil og lífinu þar með lokið. 

Einu sinni gerðist ég rosalega voguð og fór upp í svona hrillingstæki eftir mikið nauð frá krökkunum mínum, aðhlátur og stórar yfirlýsingar frá mínum elskulega hvað ég væri nú mikil gunga.  Að sjálfsögðu stoppaði karfan efst uppi og ég fraus gjörsamlega.  Þegar við vorum komin niður á jarðfast sagði minn elskulegi að þetta myndi hann aldrei gera mér aftur, hann sá konuna sína verða græna í framan og hélt að hún væri að syngja sitt síðasta þar sem honum fannst hún vera hætt að anda og dauðastjarfi kominn í líkamann.

Á meðan dóttir mín bjó í London í nær átta ár var oft imprað á því við mig hvort ég hefði ekki farið upp í The London Eye. Yfirleitt hunsaði ég spurninguna því bara það að bera þetta ferlíki augum í hvert skipti sem kom í borgina fékk hárin á mér til að rísa og kuldahrollur hélst í margar mínútur í mínum fína skrokki.    

 Mér finnst fólk hugdjarft sem getur klifið fjöll, gengið þrönga stíga á ystu nöf, eða farið sér til skemmtunar upp í turna bara til þess eins að dásama útsýnið.  En ég elska að ferðast með flugvélum, enda er það allt annað mál.

Lofthræðsla er ekkert grín það er bara þannig. Yodeler  

 

 

 

  


mbl.is 400 manns sátu fastir í Lundúnaauganu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sko líka lofthrædd, fæ verki í hnéin ef ég stend hátt uppi og bara gler eða veggur fyrir. Guð hefði sett á mig vængi ef hann hefði viljað hafa mig hátt uppi.  Annars er ég reyndar oft hátt uppi, bara af gleði.  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Páll þú ert hugaðri en ég.  Good luck!!!

Jæja Ásdís mín welcome to the group!  Ef ég er hátt uppi þá fæ ég þessa óstjórnlegu þörf fyrir að henda mér fram af.  Ógeðsleg tilfinning

Ía Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er ég fegin að heyra að einhver annar en ég hefur þessa hendi þörf, hún er hræðileg.  Annars ætlaði ég að segja þér góðan málshátt "Oft fara bændur út um þúfur"

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehheheh þú ert gullmoli

Ía Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég segi það með þér, hvað er fólk að þvælast í svona tæki.  Eftir að ég las samantekt, á svokölluðum "fórnarkostnaði" við byggingu svona tækja, kláfa, og álíkra tóla,  þ.e. um, hve margir, hafa látið lífið, við byggingu eða uppsetningu, á slíkum, og þvílíkum tækjum, sem um er rætt.  Hef ég bara látið mér nægja að horfa á það í fjarlægð eða á mynd.  Áður var ég búinn að láta mig hafa það að fara upp í Eiffel turninn og fleiri álíka turna.   Ég er líka með svona áráttu, eins og þú Ía, og Ásdís. Nú, nota ég bara tölurnar um "fórnarkostnaðinn" og þá er ekki minnst á neinn heigulshátt við mig meir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:37

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey skvís, mig vantar meilið þitt, viltu senda mér það á mitt meil bella@simnet.is

ég þarf að senda þér málshætti

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 10:53

7 identicon

ég fór upp í þetta í sumar og það var æðislegt..

Hugrún (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband