Ætli þetta yrði ekki bannað á Íslandi en er samt snjöll hugmynd

Mitt í öllu krepputali, þá datt mér í hug að segja ykkur hvernig eitt stórfyrirtæki hér á landi kemur á móts við viðskiptavini sína og fær alla til að brosa um leið og þeir greiða fyrir sína vöru með ánægju.

Þetta stórfyrirtæki heitir Mountfield og selur allt frá garðhrífum upp í sundlaugar og stórvirk garðtæki.  Um daginn þegar minn elskulegi var að versla þar eitthvað smotterí og kom að kassanum gekk allt sinn vanagang.  Afgreiðsludaman stimplaði allt samviskusamlega inn og gaf síðan upp upphæðina.  Um leið og hún sá að viðskiptavinurinn átti pening í buddunni og ætlaði ekki að svíkjast um að borga tilgreinda vöru brosti hún sínu blíðasta svo skein í hvítar tennur og bauð mínum elskulega að snúa stóru rúllettuhjóli sem var við enda á kassaborðinu.

Hjólið var þannig útbúið að á því stóðu tölur frá 1% og upp í 100% og einskonar lukkuhjól fyrir viðskiptavini.  Minn sneri hjólinu af mikilli snilld og talan 17% kom upp.  Viti menn, hann fékk þá 17% afslátt af vörunni sem hann var tilbúinn að greiða fyrir fullt verð. 

Ég hélt nú í fyrstu þegar ég heyrði þessa sögu að hann væri að búa hana til bara svona til að lífga upp á hversdaginn en þetta var staðreynd. 

 Hann sagði mér að hann hefði að gamni fylgst með nokkrum viðskiptavinum og sumir hefðu farið upp í 20% en yfirleitt hafi nú hjólið stoppað í 10 prósentum.  Hann var líka viss um að hjólið væri stillt á ákveðna prósentu og síðan væri e.t.v. þúsundasti hver viðskiptavinur sem fengi 50% eða jafnvel 100%  bara til að fá umtalið.  Því auðvitað berast svona fréttir fljótt og örugglega og allir vilja jú græða ekki satt.

Þetta kallar maður hugmyndaflug í lagi.  Viðskiptavinir alsælir með kaupin og verslunin stórgræðir því auðvitað laðar þetta að viðskiptin.

En þetta væri nú örugglega stranglega bannað á Íslandi því landanum er forboðið að taka þátt í svona leikjum.Blush

 Roulette 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ótrúlega sniðug hugmynd. Ég hefði ekkert á móti því að versla í svona verslun... þótt það væri smá svindl.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær hugmynd, vona að einhverjir taki upp á þessu hér á landi, ég mundi versla þar með peningum.  Girl 2

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð hugmynd.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé fyrir mér spilafíklana kaupa og kaupa.  Djók.  Sniðugt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sniðugt hjá þeim, öll svona þjónustugleði selur fyrirtækið.
                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bara svona til ykkar allra, þið eruð að missa af miklu þarna heima með ykkar íhaldsemi hehehhehe  Gjörsamlega aftan á kúnni eða þannig.

Kveðja inn í vorbjarta vornóttina

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sniðug hugmynd.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ía mín, það er skítakuldi hérna og bólar ekkert á að vorið sé í nánd.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 21:14

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Marta mín.  Hér er loksins farið að hlýna komið upp í heilar 8° Brrrrrrrr.

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband