Búin að henda öllum farsímum héðan út af heimilinu.

Þetta ætlar ekki að verða minn dagur.  Vaknaði við skammarpóst frá vinkonu minni, fékk svona vægt sjokk!  Hvað er maður líka að álpast til að segja sínar meiningar.  Maður á bara að humma og jamma yfir öllu.  Að opna munninn er bara til þess að koma sér í óþægilega aðstöðu. Tounge 

Þetta ætla ég víst seint að læra og þá verð ég bara að taka því með þögn og samþykki og reyna eftir fremsta megni að halda mig á mottunni og hafa munninn læstan.  Hehehe that will be the day!Wink

Síðan þegar ég var svona rétt að jafna mig á þessu álpaðist ég til að senda póst á kolranga addressu.  Þá kom annað vægt sjokk, déskotans fljótfærni alltaf hér á þessum bæ.

Fór út í góða veðrið til að jafna mig.  Kem inn til að fá mér kaffi og þá les ég þessa frétt.  Þriðja sjokkið!Crying

Hentist í ruslaskúffuna því þar voru held ég sex ,,ónýtir" farsímar og hvað veit maður nema þeir geti sent frá sér eitraða geisla þarna ofan í skúffu. Allir komnir núna eins langt frá húsinu og frekast er unnt, líka þeir þrír sem lágu hér upp á borði.  

Þíðir ekkert að reyna að ná í mig í göngusímann, hann er horfinn út í hafsauga.

Eitt gott í þessu dæmi, ég má halda áfram að kveikja mér í sígó, alla vega ekki eins hættulegt.Wink

Guð minn góður það er eitt húsið hér með asbest þaki!

Er farin út að rífa þakið niður NÚNA!

Svo bíð ég bara eftir næsta sjokki, þetta er örugglega aðeins byrjunin á deginum W00t   Faint 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Farsímar hættulegri en reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður er í lífshættu um leið og maður fæðist...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en fyrir örfáum árum, að maður er alltaf skammaður, sama hvað maður reynir að sigla milli skers og báru.  Þess vegna tók ég þá ákvörðun að reyna að vera sátt við sjálfa mig og láta aðra díla við sig sjálfir væru þeir óánægðir.  Þú gerir það greinilega líka.

Það er ekkert í þessum heimi sem ég man eftir að geti ekki valdið krabbameini.  Svona lætur vísindasamfélagið vegna þess að þeir eru svo frústreraðir yfir að hafa ekki fundið lækningu við sjúkdómnum.

Á ég að hringja í þig í farsímann?  Bíddu aðeins.. dem,dem, dem, hef ekki númerið.

Later og knús í daginn

Veikindanefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að þú verðir bara að loka þig inni í dag, hlýtur að vera einn af þessum dögum.
Kannski maður byrji bara að reykja aftur og hendi gemsunum, neeeeeeeei get ekki verið án símans, en er svo lánsöm að geta verið án síkarettunar.
Ía mín að hætta að opna munninn og tala vel og viskulega, væri nú alveg til að drepa okkur niður, það er nú svo gaman að halda ræðu, eins og gullmolarnir mínir segja:,, Jæja best að setja sig í stellingar amma er að fara að halda ræðu",
en þeim finnst það ekkert leiðinlegt.
Í gær var aðalumræðuefnið sú kreppa sem er að skella á núna,
og einnig kreppan mikla eftir síðari heimstyrjöldina.
                         Bouncing Hearts           Knús inn í daginn Milla. Bouncing Hearts
Verð nú  bara
að minnast á færsluna hér á undan, ekki dónalegt að hafa svona
rómantískan kokk ekki síst þar sem hann er maki þinn líka.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk elskurnar!  Kom aðeins inn til að fá mér aðra sígó er nefninlega á kafi að rífa þakið af Fákaskjóli  Knús inn í daginn til ykkar allra.

Ía Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 12:14

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ía mín!!!! STOPP!  STOPP! Tek undir með Veikindanefndinni.  STOPP, STOPP. - Minni þig bara á Lokasönginn úr "Slúðrinu" hans Flosa Ólafssonar en hann byrjar svona:

Þú ert eins og þú átt "ekki" að vera,

Því er mikilvægt, já um að gera,

Að vera ekki eins og maður er,

Heldur eins og maður, "á", að vera,

Á AÐ VERA .  VERA?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh Flosi minn alltaf góður.  Enda er ég komin í minn eina sanna gír. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Ía, nú erum við örugglega bloggvinkonur. Mest langar mig út að ganga með þér því áhugamálin eru þau sömu Memming og Listir...allt annað pirrar mig. Er til dæmis að safna gömlum gemsum, sem hringdu aldrei...eða hringdu út áður en ég náði þeim. Þessir símar eru ekki til neins...nema að njóta í öðru formi.

Góðir pistlar hjá þér og mig vantar að spyrja þig soldið um Búdapest og ekki síst Prag. Ertu með e-mail? mitt er evabenz@hotmail.is

Góða draumanótt kveðja,

Eva Benjamínsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:47

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin í ræmuna mína Eva.  Þetta með gemsana hér að ofan var nú skrifað í jóki hver getur verið án göngusíma, ekki ég.

Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 07:50

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það. Þú komst með efnið og ég teygði lopann áfram, þetta er ekki tómur skáldskapur. Skemmtilega myndrænt og skapandi.

Eva Benjamínsdóttir, 1.4.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband