Morgunþankar frá Stjörnusteini

Rumskaði við sólarupprás, það þíðir um fimmleitið.  Tramp, tramp, datt í hug að ég væri komin inn í ævintýrið um geithafinn en þetta var þá bara minn elskulegi að vakna til nýs dags. Ekki beint léttstígur minn, svona hælatrampari. 

Heyrist úr baðherberginu þetta líka hressilega:  Nei, góðan daginn Þórir, rosalega lítur þú vel út í dag!   Nei, það var engin óviðkomandi þarna á ferð, aðeins minn að bjóða sjálfum sér góðan dag, svona líka morgunhress og kátur. 

Skrúfað frá sturtu, baksað á baðinu, ljós kveikt í fataherberginu, herðatré detta á gólfið, skúffum skellt aftur.  Ilmur fyllir svefnherbergið af nýþvegnum húsbónda sem gefur koss á kinn um leið og sagt er:  Er farinn.     Ég: uml.....

Trampar niður stigann og syngur um leið: I love to get up in the morning!

Ég sný mér á hina hliðina og breiði upp yfir haus.  Sofna.  Fyrir mér er enn nótt.

Hvernig hægt er að vera svona morgunhress, það skil ég ekki enda ekki í A flokknum. Good Morning 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er algjör mega B kelling en ef ég þarf einhverra hluta vegna að vakna, þá vek ég alla hina líka verðu svo hress.  Hafðu það gott elskuleg 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þetta fíla ég alveg í botn, vakna eldsnemma og njóta morgunsins.
Þú ert nú bara heppin að eiga svona skapléttan mann
                       Knús til þín
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mér finnst unaðslegt hvað þú getur hamast í garðinum. Þetta er svo mikil vinna og erfið. Á Íslandi nennir engin orðið garðvinnu, allir í feng sui, steinkerum eða malbiki. Það sér um sig sjálft hérnamegin.

Ég er að æfa á fullu að verða A og vakna snemma sem ég geri þrisvar í viku og klára það sem ég ætla mér á þessum óguðlega tíma. En drollið fram undir morgun var líka gott og skapandi en það breytist allt. Ætli ég sé ekki AB einsog súrmjólkin.

Eva Benjamínsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já sem betur fer eru ekki allir eins, og Milla já ég er sko heppin að eiga svona léttlindan elskhuga.  Annars getur nú þessi ofsakæti á morgnanna farið stundum í mína. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég elska garðvinnu, líður vel helst með bæði tær og fingur á kafi í moldinni.

Takk fyrir skemmtilega færslu að vanda.

Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta, ég er nefnilega að reyna að venja mig á siði mannsins þíns. Nema ég segi að sjálfsöðu nafnið mitt.  Það versta er, að það heyrir yfirleitt enginn til mín. Enginn til að pirrast, eða brosa út í annað., yfir röflinu í mér.  - En mér finnst þessi siður, samt, gefa mér grænt ljós inn í daginn.  Svo þetta virkar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband