4.4.2008 | 22:08
Vatnsflaskan stundum eins og auglýsing
Mikið er ég þákklát fyrir þessa frétt. Hef aldrei þolað fólk sem gengur um með vatnsflöskuna eins og auglýsingu: Ég drekk vatn! Þessi kenning sem hefur verið ríkjandi í nokkur ár, að þamba vatn í tíma og ótíma hefur dálítið farið í mínar fínustu.
Hvernig hef ég lifað af öll þessi ár hér í útlandinu, drekk bara vatn þegar ég er þyrst? Ágústmánuður getur orðið ansi heitur hér í Prag og vökvatapið eykst þá stórlega. OK þá fær maður sér vatnssopa, NB af því maður er þyrstur, ekki af sýndarmennsku af því að það stendur einhvers staðar að þú eigir að þamba vatn til þess að hreinsa líkamann og forðast vökvatap og svo af því þetta Inn í dag. Annars hef ég tekið eftir því að vatnsflaskan er ekki eins áberandi og hún var fyrir nokkrum árum.
Auðvitað er vatn nauðsynlegt en líkaminn segir þér hvenær þú þarfnast vökva það er bara ekkert flóknara en það. Að sjálfsögðu ef þú hefur börn í þinni umsjá eða gamalmenni er nauðsynlegt að fylgjast með ef hitastigið fer yfir 35°
Svo er nú það í henni veslu.
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég er sko algjörlega sammála þér. Líkaminn segir alltaf hvað hann vill, t.d. þegar maður sér appelsínu og getur ekki beðið eftir að slátra henni og helst fjórum systrum hennar til viðbótar, þá vantar c vitamín, þess á milli vill maður ekki sjá þetta gula sólskins dýr. Líkaminn veit hvað hann vill og hvenær, bara hlusta á það. Kveðja til Prag.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 22:39
Alveg sammála þessu Ía.
Takk fyrir skemmtilegar heimsóknir á síðuna mína. Hef því miður bara haft of lítinn tíma fyrir að flakka á milli bloggvinanna þessa vikuna.
Góða helgi.
Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 23:06
Ég fann á mér að þetta vatnsdrykkjukjaftæði væri bullshit. Nú er það komið í ljós. Ójá.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 00:21
Mikið er ég sammála þér og ég drekk einmitt vatn þegar ég er þyrst.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.4.2008 kl. 00:23
Sammála ég drekk líka bara vatn þegar ég er þyrst, en ég er eiginlega alltaf þyrst og drekk þ.a.l. alveg óhemju mikið af vatni held ég. Ég er t.a.m. alltaf með vatnsglas á náttborðinu mínu. Og í útlöndum, að ég tali nú ekki um í heitum löndum er vatn, alltaf dýrasti pósturinn hjá mér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:24
..hmm..á ég að skammast mín fyrir sérstakt vatnsflöskubelti sem ég geng með í 40 gráðu hita, upp til 50 gráður í Norður Thailandi þar sem ég á heima!
Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 14:42
Skemmtilegar umræður um vatn!!! Heheheheh..... Knús á ykkur öll! Allir næstum sammála um notkun vatns ja nema Óskar, trúi því ekki að þú berir þetta í belti um þið miðjan hehehhe en OK 50° þá er það skiljanlegt.
Bíddu áttu heima á Thailandi, kem bara alveg af fjöllum? Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þú værir á Íslandi. Þetta þarfnast útskýringa ekki seinna ein núna eða bara á morgun.
Ía Jóhannsdóttir, 5.4.2008 kl. 21:22
Ég er bara í heimsókn á Íslandi! Drekk kranavatn með áhyggjum en kaupi oft vatn að gömlu vana í Nóatúni.
Ég á heima í Norður Tælandi, ca. 300 km norður frá Bangkok. Engir útlengingar þarna, nema ég, á því svæði sem ég á heima í...
Kaupi vatn sem ég treysti og veit eitt og annað um vatn sem tekin er sem sjálfsagður hlutur á Íslandi með allt sitt vatn....og verðmæti sem Íslendingar hafa takmarkað skilning á að nota sem þátt í gó'um lífsmáta...
Hafa næstum engan skilning á hversu mikil vermæti eru til á þessu landi..
Vona að þú takir mig ekki of alvarlega, þó ég sé það, en ég hef engan vott af landi sem ég kalla "Djöflaeyjuna" sem er það eina sem ég hef séð af viti um æskunna mína sem týndist eins og bíómyndin
Er á leiðinni heim, því ég er "íslenskur útlendingur" í mínu eigi fæðingarlandi.
Er ekkert sérstaklega stoltur að vera í ætt við Íslendinga yfirleitt. Fer heim þan 23, þ.m. í frelsið aftur.
Er ekki stoltur yfir því að vera tengdur Tæknivæddum villimönnum með sem finnst sjálfsagt mál að kála fólki með penna og pappír..
hef ekki verið á Íslandi í 23 ár og sakna þess ekkert. Búin að vera á Djöflaeyjunni nú í tæp 3 ár, og þetta er versta fangelsi sem ég hef séð á ævinni, þannig að þú ert ekki að missa af neinu með því að vera ekki hér..
Sorry, hef engan skilning á orðinu "ættjarðarást" gagnvart Íslandi, nema í flestum löndum nema hér... en því ver og miður fæddist ég hérna, ólst upp hérna og fór um leið frá landinu...um leið og ég fékk skilning á því í hvaða veröld ég var staddur í..
Vona að ég hafi ekki móðgað þig neitt með sannleikanum úr mínu lífi, en óska öllum til hamingju sem eru ánægðir með þetta land..
Nú skilurðu kannski hvers vegna ég er kallaður ruddi...eingöngu vegna þess að ég kann vel við raunveruleika, tryggð og trúnað, ást og umhyggju, Guð og engla, sem eru þó til í mesta tilfinningavolæðislandi í heimi, og hef ég verið víða um heim allan...
Enn að sjálfsögðu er þetta aðeins mín skoðun og ég hef oft og mörgum sinnum rangt fyrir mér og á ekki í neinum vandræðum með að biðjast afsökunar á að vera ekki eins og "normal íslensk" manneskja" hvað svo sem það þýðir í "raunveruleika Íslands"...ég er ekki rétti maðurinn til að svara því.
Hef slæma reynslu að næstum því öllu sem fer fram á þessu landi...því miður...
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 11:06
Ía, það væri nú gaman að hitta þennan mann og kynnast betur. Ég hef sjaldan lesið meira áhugavert eftir bloggara, en ég hef svo lítinn áhuga á pólitík samt forvitinn því mig grunar að það liggi einhver óheiðarleiki í flestum flokkum og peningamálin, skil ekkert í þeim eða öðrum tölum.
Annars ætlaði ég bara að segja þér að vatn er mér nauðsynlegt og mér finnst gott að hafa það kolsýrt, þarf kannski að eignast belti við tækifæri.
Elska líka gott kaffi
Hafðu það yndislegt í allan dag, ég er farin í göngutúr.
Eva Benjamínsdóttir, 6.4.2008 kl. 13:27
hmm..það er til fólk með viti á Íslandi eins og Eva hér að ofan. En skynsamt fólk virðist ekki ná neinum völdum hér á landi..svo ég er farinn..Skipti um mynd svo fólk gæti séð mig í vinnugallanum..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 13:40
það er ekkert að skilja Eva..Lalli jóns er settur í tukthús fyrir eitt karton af sígarettum og einu steríótæki sem hann stal, en ef þú stelur einum banka eða svo..er bannað að rannsaka málið. Vann óvart á Litla-Hrauni í eitt ár, og mér var sagt að hætta 5 víkum áður enn samningurinn rann út. Það var talið að ég væri dópaður af réttlætiskennd og þreytu og hafði eignast óvini meðal fanganna á Litla-Hrauni.
Fyrst var það TR, SÍðan 2 fangaverðir en bara einn dæmdur, HINN HAFÐI EINHVER SAMBÖND SEM VORU STERKARI EN MÍN!!! Og margt fleira furðulegt..
Amen..
Samningurinn hljóðaði upp á að taka burtu dóp, einelti og ofbeldi á staðnum. Að sjálfsögðu voru stærstu dópsmyglararnir starfsmenn og sumir hátt settir yfirmenn. Svo fauk eitthvað í mig, því ég tek vinnu mína alvarlega svo ég sagði Birni Bjarnasyni frá öllu saman í skýrslu sem var "óþægileg".
Líkar vel við kallinn, hann er heiðarlegur. En hvernig hann lætur plata sig gerir það að verkum að kann má hoppa upp í rass...á sjáalfum sér, mér að meinalausu.
Svo fékk ekki eini sinni borgað síðasta reikninginn út af fúlunni í þessum snillingum , sem kunna næstum ekkert, nema Björn..engin tekur mark á honum frekar en mér..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 13:56
Áhugaverð athugasemd hjá þér Óskar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 18:25
Ekkert mál Gunnar. Var að enda við að senda Birni mail um eitt "óþægilegt" mál til viðbótar. Hann er á undan sinni samtíð og glöggri en gengur og gerist,
En hann treystir of mikið á misvitra "ráðgjafa"...
Það er ekki hægt að treysta fólki sem treystir hverjum sem er..bara af því þeir tala fallega og fágað..bara mín skoðun.
Björn er undraverður persónuleiki með of mikið að gera..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 19:36
Sé að hér hafa verið skemmtilegar umræður yfir helgina en ég gaf tölvudruslunni frí frá mér í heila tvo daga. Kominn nýr dagur, mánudagur og alles.
Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 09:49
Las slíka vatnsgrein í fyrra. Þvílík frelsun. Hafði margreynt að venja mig á vatnsofdrykkju, það væri nú það minnsta til að bjarga heilsunni.
Eftir á hugsaði ég með mér hvernig það yrði ef reynt yrði t.d. að venja kýr á hlutfallslega svipaða vatnsdrykkjuaukningu. Það yrði nú meira Búkollupissið.
Heilbrigt og allsgáð fólk hlýtur að greina skilaboð um búklegar þarfir.
Beturvitringur, 10.4.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.