Í gær birtust hér tveir Strumpar

Ég gerist garð- Strumpur í gær vopnuð öllum þeim tiltæku tólum sem Strumpar nota við garðvinnu og hamaðist í níu tíma hér úti á landareigninni. 

Ég set mér yfirleitt markmið þegar ég fer út í moldina, klára verður verkið og ekkert múður. Mér virðist ganga seint að læra að ég er ekki lengur 29 eitthvað en verð að viðurkenna að verkin taka aðeins lengri tíma en hér áður fyrr og í stað þess að segja hingað og ekki lengra þá bara djöflast ég áfram þó minn eðalskrokkur sé löngu búinn að gefast upp.  Hér segi ég aldrei hálfnað verk þá hafið er heldur byrjað verk þá búið er. Wink

Annar Strumpur leit inn í gær þegar ég tók Strumpaprófið svona mér til skemmtunar.  Ég er víst Painter Smurf og bara ekkert ósátt við það.

 Skapandi, skýr, alltaf að útvíkka sjóndeildarhringinn, listræn, get stundum verið skapill en líka mjög tilfinningarík.  Held bara að þetta hafi verið nokkuð rétt enda tók ég prófið af mikilli samviskusemi.

Nú ætla ég að fara hér út í góða veðrið og sjá til hvaða Strump ég hitti í dag.

Njótið dagsins.   Kisses 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Út í góða veðrið.  Arg, héðan úr snjónum.

Kveðja frá samskonar strumpi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sé þig í anda á fullu með strumpaglens í augum. Gangi þér vel. Hér snjóaði í nótt og ég fór ekki í ræktina á Reykjó, því ég nenni ekki að lenda í slysi. Er komin á sumardekkin, ein mjög bjartsýn.

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný ekki meiri snjó ég er að koma heim eftir tvær vikur. Please!!!

Eva á eftir að svara þér á mailinu.  Geri það fljótlega. hehehhe... skemmtilegt!

Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband