9.4.2008 | 09:45
Enn eitt slysið við Vogaafleggjara
Hvað er eiginlega í gangi þarna, er verið að bíða eftir dauðaslysi? Hver er ábyrgur fyrir þessum vegaframkvæmdum? Er ekki löngu kominn tími til að setja alla vega viðeigandi aðvörunarskilti og fullkomin aðvörunarljós fyrst enginn ætlar að sjá sóma sinn í því að laga þennan spotta?
Skil ekki svona framkvæmdaleysi og sofandahátt.
Umferðaræðar opnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Já, og alvarlegast er að það er alveg eins víst að verkið fari til einhvers á nýlegri kennitölu. Það á að láta þetta í hendurnar á einhverjum af stóru rótgrónu fyrirtækjunum. Fyrirtækjum eins og Loftorku í Reykjavík, Ístak, Háfelli eða Íslenskum aðalverktökum. Sennilega hefði verið rétt að fá bara tilboð frá þessum fjórum aðilum.
Kári (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:10
Er ekki kominn tími á að fólk hægi á sér aðeins og keyri eftir aðstæðum í stað þess að keyra eins og vitleysingar þarna og kenna svo öllum öðrum um...
Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:37
Tek undir orð Sigurðar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 10:49
Sigurður Garðar og Gunnar: Nú veit ég ekki hvort hægt er að kenna um hraðakstri en eitt er víst að merkingar þarna eru ófullnægjandi, alla vega þegar ég fór þarna síðast um á leið til Keflavíkur.
Það er venja í öllum löndum Evrópu að setja merkingar lágmark 500 metrum áður en vegur þrengist, jafnvel 2km áður, fer eftir ýmsu og lækkun hraða, síðan er talið niður í 30 km hraða þar til komið er að þreyngingu en þarna sá maður ekkert þannig, það var bara búmmm, og vegurinn þrengdist, engin vegavinnuljós voru þarna heldur. Okkur rak í rogastans þegar við sáum þetta fyrir um þremur mánuðum og margir eru enn að kvarta yfir þessu svo ekki mikið hefur verið bætt úr.
Kári: Já við heyrðum þetta um kennitöluna á skotspónum.
Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:16
Var að lesa í mbl.is að aðgreina ætti akstursgreinar á brautinni með skilmerkilegum stikum og mun það gera að verkum að framúrakstur er óframkvæmanlegur á nokkrum kafla, og hvað með það.?
Það er rétt hjá þér Ía þetta hefur ekkert breyst síðan þið fóruð þarna um.
Ég er sammála Kára að þegar um svona stór verk er að ræða, þurfa menn að hafa sterka tryggingu á bak við sig til að fá verkin.
þessi fyrirtæki sem Kári tilnefnir eru traust fyrirtæki, þeir hafa allavega klárað sín verk hingað til.
Kveðja Ía mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 15:07
Ía langaði til að spyrja þig hverjir eru foreldrar þínir?
Auðvitað kemur mér það ekki við ef þú vilt ekki svara því
kæra mín. Kv.Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 15:24
Milla mín auðvitað er það ekkert lendó. Pabbi var ættaður úr Vík í Mýrdagl og komin af Jóni eldklerk. Fluttist til Rvík. þegar hann var 12 ára en þó dó faðir hans en hann var söðlasmiður í Víkinni. Pabbi dó árið sem við fluttum hingað, aðeins sjötugur.
Mamma er fædd og uppalin í Rvík, en á ættir að rekja til Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Annars er ég svo svakalega lítið inn í ættfræðinni og þó er nú farið að örla á forvitni með aldrinum.
Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:53
þetta var nú bara smá ættfræði forvitni í mér, en ég á engar ættir til Vik í Mýrdal
eða Seyðisfjarðar, en á báðum stöðum er undurfallegt.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 19:06
Hehehhe Milla þú gætir verið skyld mínum elskulega hann elskar ættfræði og notar hvert tækifæri til þess að reka garnirnar úr fólki sem hann hittir.
Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:19
Kvitt kvitt að kveldi dags.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 22:01
Ráðherrann er að hugsa málið með þennan Vogaafleggjara.
Er það ekki dónalegt að vekja sofandi fólk sem hugsar frá morgni til kvölds? Ég er af Tröllatunguætt og á 5 bindi alveg aftur í, eld gamla daga..
Svakalega er ég stoltur yfir að vera sami Strumpur og þú Ía! En eru ekki kallar frá Mars og konur frá Venus? Las einhvertíma bók á sænsku um þetta.
Gaman að vita þó frá hvaða plánetu maður kemur, þó fæðingarvottorðið segi að ég sé fæddur í Reykjavík...
Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.