Ekki beint fallegur svanasöngur

 Arrow Head Lásu þeir ekki nóturnar áður en ákveðið var að taka verkið til flutnings?  En gott að vita þetta svona í tíma ef ég yrði nú boðin á tónleika með verkum Dror Feiler.  Þá bara sit ég heima, ekki spurning. Wink

Nútíma verk geta verið undurljúf og jafnvel stundum fyndin, maður þarf bara að vera með athyglina á fullu til að meðtaka sumt.  Jóni Leifs var nú ekki beint vel tekið hér áður fyrr, man að einstaka fólk talaði um pottaglamur og fólk kom út af tónleikum með hellur fyrir eyrum.  

  Ef marka má fréttina, þá hefst verkið á því að skotið er úr hríðskotabyssu, ja hérna er það nú tónlist hehehe er það nú ekki aðeins of mikið af því góða.  Ekki skrítið að tónlistafólkið hafi kvartað undan höfuðkvölum.   


mbl.is Heilsuspillandi tónverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þetta ekki sjálfspyntingarmúsík?  Ég held það.  Á örugglega að vera svo svakalega listrænt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. og góðan dag.  Muahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe sjálfspyntinarmúsík,  Knús á þig Jenný

Ía Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað ætli fólk hafi þurft að borga fyrir að láta pynta sig?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 11:27

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er til bæði jákvæð og neikvæð músik. Er slarkfær á gítar og búin að gleyma flestu sem ég lærði á píanó. Og það er til músik sem opnar nýjar víddir í huga fólks, jafnt neikvæðar sem jákvæðar..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sænk-ísraelska tónskádið Dror Feiler, er nú búin að ná sinni heimsfrægð, 'fyrr má nú rota en dauðrota'. Ég þekki hann ekki, kannski er ég að missa af einhverju

Við eigum nú mörg athyglisverð tónskáld á Íslandi í dag, sem þurfa ekki öll þessi desíbil til að vekja áhugann, þó fjarri því að vanta kraftinn. Gæti tekið mörg dæmi, en vísa á Myrka Músíkdaga á veturna,...þvílík tónaflóra og eitthvað fyrir alla. Oft eru tónleikar haldnir í Listasafni Íslands, þá fær maður fullkomna útrás og nýtir vel eyru og augu.

Krókusarnir reyna af öllum mætti að koma sér upp úr jörðinni...þetta er daga spursmál, mikil spenna og eftirvænting. Þú kemur með vorið Ía mín, ekki spurning. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband