Gráa peysan sem olli svefnleysi hálfa nóttina.

Að vakna eftir tveggja tíma svefn og liggja andvaka er óþolandi.  Allskonar hugleiðingar fljúga um í kollinum, tæta og hræra upp gamlar minningar og rugla mann svo í ríminu að maður veit ekki sitt rjúkandi ráð, heldur á tímabili að maður sé að missa þessi litlu vitglóru sem manni var gefin. 

Eftir að vera búin að fara tvisvar framúr, tvisvar létta á blöðrunni, tvisvar kveikja á tölvunni, tvisvar reyna að slaka á, tvisvar fara með bænirnar þá bara gafst ég upp og tók svefnpillu.  Guði sé lof fyrir Boots, þar er hægt að kaupa svefnlyf án resepts sem heitir Nytol og hefur enga aukaverkanir.

Hvað haldið þið að hafi verið mest að angra mig um fimmleitið í morgun, grá peysa sem ég hafði keypt í fyrra og alveg gráupplögð að klæðast núna að vori!  W00t

Hugsun:  Hvar er gráa peysan mín?

Ætli ég hafi skilið hana einhvers staðar eftir?  Í Vín, á Íslandi, í landi Þjóðverja?

Hvenær var ég í henni seinast?

Sá hana ekki síðast þegar ég var að róta í fataherberginu, átti að hanga á herðatré, ætli ég hafi troðið henni með hinum görmunum?  Nei hengi hana alltaf upp!

Hvar er hún, hvað í ósköpunum hef ég gert við hana?

Jésús María og Josep, af hverju fór ég bara ekki inn í fataherbergi og leitaði að peysudruslunni svo ég gæti farið að sofa í hausinn á mér?

Af því þá yrði ég að kveikja ljós og það mundi raska svefni míns elskulega, svona er ég nú tillitsöm eiginkona.  Aumingja kallinn búinn að vinna svo mikið og nauðsynlegt fyrir hann að fá sinn nætursvefn.  Fáráðlegt að fara að raska ró hans fyrir eina gráa peysu.

Þess vegna var ég andvaka. 

Helvítis peysan (afsakið orðbragðið)  hékk auðvitað á sínum stað þegar ég vaknaði í morgun.   

Þetta er auðvitað bilun á háu stigi!!!!!Whistling

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er sammála um að þetta sé bilun - konan mín á við sama vandamál að stríða

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar mikil og góð kveðja til þinnar spúsu

Helga mín nei ég kann ekki að leggja mig á daginn, hef aldrei gert það nema ég hafi verið að koma úr svæfingu eftir aðgerð.  Svo hér verður bara farið út í góða veðrið enda 17°hiti og yndislegt veður.

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki þetta vandamál, er prótótýpan ef það er gerlegt.

Set mig alltaf í hugsstellingar á versta tíma.

Og pæli í hvar fötin mín eru, þessi kjóllinn, hinn jakkinn og þessar buxurnar.

Svo fer ég rakleiðis niður minningargötu og hjartað fer á fullt og vegna þess get ég ekki sofnað. 

En einhverra hluta vegna sofna ég samt og ég verð ekkert vör við það.

Ennþá hef ég vaknað að morgni.  Múhahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góðan daginn Ía mín, þokkalega gott veðrið hjá þér og um að gera að sofa það ekki frá sér þó nóttin hefði mátt vera betri.

Nú getur þú tuskast í gráu peysunni í hvert sinn sem þú þarft á henni að halda og þakkað henni andvökunóttina, sem varð til þess að þú gleymir henni aldrei.

Maður verður að sofa og hvíla sig, annars er voðinn vís ...ég veit það, var andvaka í mörg ár. Svefnpillur án aukaverkana er hið besta mál í hófi auðvitað.

Veðrið hér er ágætt, froströnd og snjór hér og þar á Holtinu, sólin skín og ekkert nema birta framundan. - Njóttu dagsins í botn

Eva Benjamínsdóttir, 11.4.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jený já ætli ég sé bara ekki líka smá ,,prótó" alla vega stundum.

Hallgerður ertu alveg spinni gal, þetta er svona sparibura.  Rosa speshehehhe

Eva já ég er nú ekki mikið fyrir að taka pillur en þegar maður er búin að velta sér í fjóra tíma þá bara gefst maður upp á þessu rugli.  

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband