Í ,,útlegðinni" en hér á ég heima

Í gær voru mér tileinkaðar nokkrar línur úr ljóði Jóns Helgasonar hér á blogginu.  Þessi fallega kveðja kom frá Hallgerði Pétursdóttur bloggvinkonu minni.  Þetta yljaði og gladdi mig mikið.

  Það er ekki á hverjum degi sem kveðjur berast hingað sem gefa manni tilefni til að setjast niður og hugsa, hvað er ég að gera hér, hver er tilgangurinn, er það þetta sem ég vil, hverju er ég að missa af, eða er ég að missa af einhverju, síðan falla eitt og eitt tár bara svona alveg óvart. 

Sogið er pínu upp í nefið og þessi leiðinlega kerling ,,heimþráin"  er hrakin burt með löngu andvarpi sem berst út í nóttina og fáir eða engin heyrir.  

Maður vaknar að morgni, sólin skín og fuglarnir kvaka sitt dirrindí, nýr dagur með nýjum verkefnum en enn yljar kveðjan hennar Hallgerðar mér um hjartarætur.

Lífið er yndislegt  og hér á ég heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Hafðu bara sem bestastan dag.

Þröstur Unnar, 13.4.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru það ekki bara sannindi að maður eigi heima þar sem manni líður best?

Ég verð að segja að þessa dagana er Ísland stórlega ofmetið.

En auðvitað saknar maður alltaf ákveðinna hluta, og hvað mig árhrærir þá er það náttúran á sumrin og skammdegið sem ég elska.

Úff, ég er komin með heimþrá og er samt heima.

Kveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góðan dag Ía !

Treadmill

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Iss það er ekkert varið í að búa á Íslandi lengur.

Eigðu góðan dag Ía  

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 11:31

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er kannski ekkert varið í að búa á Íslandi, en ég sakna Íslands daglega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Allir íslendingar sem búa í útlöndum sakna Íslands. Ég fékk 'kúltúr sjokk' þegar ég fluttist 'heim' eftir 11 ára útiveru og ekki af ástæðulausu. Það er einfaldlega of langur tími til að ætla sér að snúa heim aftur með ekkert nema menntun og málverk í farteskinu og byrja frá grunni að kaupa sér íbúð 1986.

Þá var ný kynslóð komin upp og mikil samkeppni áberandi í þjóðlífinu. Stress! Menn halda ekki eins vel á spöðunum eftir að þeir eru komnir til valda, þeir bara sitja og sitja, koma vinunum að og svo börnunum og sitja og sitja. Þetta er svo lítið og fyrirsjánlegt miðað við hinn stóra heim, finnst mér. Ég er eiginlega frekar spæld að hafa eytt tíma og orku í þetta rugl. Það hefði hentað mér betur að vera bohem í útlöndum hugsa ég. Að þurfa að eiga alla skapaða hluti, hentar mér ekki. Ég þarf að vinna í happdrætti einsog Erro og drífa mig af stað út í heim, enda takið eftir, að skapandi Íslendingum vegnar flestum vel í úlöndum. Fínt að láta svo jarða sig hér eða brenna.

Best að fara út að ganga og hreinsa harða diskinn. Njóttu dagsns Ía mín og fyrirgefðu ritræpuna sem átti sér stað núna.

Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fallega ritað Gunnar.
Ía mín auðvitað á maður heima þar sem manni lýður vel, svo er ekki orðið neitt mál að skreppa á milli nú til dags.
                           Knús kveðjur til þín Ía mín.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 19:13

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elskulega bloggvinkona og kollegi!  Ég held, að ég skilji, hvað er að brjótast um, í huga þínum, þessa stundina.  - En ég segi eins og Jenný, er það ekki málið, að maður á heima þar, sem manni líður best. 

   Og manstu hvað þér leið vel þegar þú loks varst komin "heim" síðast, þegar þú varst búin að vera hér á "Íslandinu góða",  í góðu yfirlæti, var samt best, að koma heim. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband