Mín vigt er regluleg ótugt.

Veit ekki hvort ég á að gleðjast eða gráta.  En vigtin á þessu heimili hefur aldrei verið til friðs.  Annað hvort er það upp eða niður.  Hvers vegna í ósköpunum getur hún ekki bara staðið í stað eins og hún á að gera.

 Kolrugluð og leiðinleg mænir hún á mig á hverjum degi og glottir út í annað, svona ögrandi glerhlussa sem segir:  Ætlarðu að þora í dag?  Yfirleitt hunsa ég ófétið og gef henni stundum svona létt spark í von um að hún fari nú að taka sig saman í andlitinu og gera mér til hæfis einn daginn. 

Oft hugsað um að senda hana á heilsuhæli en það er annar fjölskyldumeðlimur sem notar hana líka og hann er svo asskoti sáttur við ófétið að ég yrði ekkert mjög vinsæl ef ég tæki til minna ráða, svo ég ætla bara að leyfa henni að standa þarna þangað til annað betra tæki kemur á markaðinn þá fær sko mín að fjúka.  It's Not Fair 


mbl.is Kílóið endurskilgreint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig, ættingi hennar var hér á heimilinu. Þegar dóttirin var að taka út kynþroskann með öllu tilheyrandi, steig hún á vigtina oft á dag.

Besta athugasemdin var: "Þessi vigt er vitlaus, og hún verður alltaf vitlausari og vitlausari".

Samúðarkveðjur Laufeyb

laufeyb (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Don´t get me started

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég á ekki vikt, ét mörgum sinnum á dag, risastór karamellupoki á tölvuborðinu, borða kaldar kjötbollur  milli mála. Chips og normalbrauð með smjöri sem sem er þykkara enn brauðið er eins og sælgæti fyrir mig. Er að rembast við að fá bumbu til að vera virðulegri. Enn fæ ekki eitt einasta aukakíló sem fólk er að remast við að losa sig við! 

Ég myndi taka aukakílóum fagnandi enda óréttlátt að öll blöð eru full af ráðum um hvernig eigi að léttast, enn engin er að skoða það vandamál að þyngjast ekki sama hvað maður étur mikið..

enda öll tímarit og blöð full af óréttlæti um þessi mál. Engin að tala um hvernig maður getur þyngst, bara talað um hvernig á að léttast!

já, get borðað pizzur og bæti smjöri á þær, sem sagt er að sé fyrir fjóra, enn ég ét þetta nú allt aleinn!

Og endalaust mikið af tertum. Og þyngist ekki um eitt gramm. þetta er miklu meira óréttlæti enn er hægt að sætta sig við..og kostnaðarsamt..

Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 05:27

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko ég er löngu hætt að nenna að hugsa um þessa fjandans vigt, á eina 40 ára eða svo, þegar maður hefur tekið á sig 35 kg.á tæpum fjórum árum, án þess að hafa getað rönd við reist, gat ég það annars? það er ekki mér að kenna
þá lætur maður vigtina eiga sig þar til fötin eru farin að hanga utan á manni.
                               Kveðja
                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband