Óboðnir gestir í anda Hitchcock komu í morgunkaffi.

Fersk morgungolan kom inn um opnar dyr eldhússins, ég sat með kaffibollan og rúllaði Mbl. í tölvunni. Fuglarnir höfðu óþarflega hátt og leituðu hér upp að húsinu með miklum vængjaþyt. Ég undraðist þessi læti í fuglunum. Það var engin smá hamagangur þarna úti.

Allt í einu var eins og ég dytti inn í kvikmynd Hitchcock, The Birds.  Þrír óboðnir gestir flugu inn í eldhúsið og stefndu beint að mér þar sem ég sat.  Ósjálfrátt bar ég hendur fyrir mig og var allt í einu komin í hlutverk Melanie sem Tippi Hedren lék á sínum tíma svo eftirminnilega. 

 Þetta var allt annað en þægileg uppákoma en sem betur fer voru þetta aðeins litlu sætu spörfuglarnir með gulu og grænu bringurnar en ekki svörtu ógeðslegu krákurnar úr The Birds. 

Jæja vinir mínir hvernig á ég nú að koma ykkur út hugsaði ég og leist ekkert á það að fá þá inn um allt hús.  Tveir þeirra tylltu sér upp á eldhússkáp en sá þriðji rataði sjálfur út fljótlega.  Þarna sátu þeir makindalega og sungu sitt dirrindí þó nokkra stund og ég var farin að hugsa um að bjóða þeim í kaffi, þetta var að verða voða heimilislegt.   En þeim hefur sjálfsagt verið farið að lengja eftir vini sínum því eftir smá stund flugu þeir sína leið út í bjartan vordaginn. 

Já það er oft gestkvæmt hér að Stjörnusteini.  Birdie     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð minn, svo sætt.  Reyndar var ég með martraðir í mörg ár vegna myndarinnar "Birds" eftir Hitch, hefði betur sleppt því að sjá þann óþverra.  Allt of magnaður karlinn.

Eru tékkneskir fuglar eitthvað frjálslegri en þeir íslensku?  Hm..

Góðan daginn Ía mín, vonandi líður þér þokkalega í dag.  Ég hugsa til þín

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ þetta er nú voða krúttlegt,  
verst að þeir skildu ekki vilja kaffi allavega meðlæti
Mother's Day Dessertsvo gætir þú verið mamma þeirra það sem eftir er sumars.
Ég fæði hér vor og fram á sumar andapar sem  kemur á hverjum degi í garðinn okkar, ef við komum ekki strax út þá garga þau á okkur þangað til við komum með brauð. þetta er voða hugljúft, nema þau þakka fyrir sig með því að gera þarfir sínar á pallinn hjá okkur, svo engillinn þarf að fara út og skúra.
                           Knús kveðjur
                            Milla.




Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Ía mín, vona að fuglarnir fögru hafi skilið eftir ljúfan söng í hjarta þér.

Eva Benjamínsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já stelpur þetta var frábæt svona í byrjun dags og nú ætla ég að segja ykkur framhaldið, sem sagt sögustund...

Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband