Sokkabuxurnar mínar sem komu öllum í uppnám!

Þetta er ekki einu sinni fyndið en hér sit ég alveg miður mín rétt nýkomin heim úr boði hjá góðum vinum mínum. Hvað haldið þið að hafi verið mest áberandi í þessu boði, jú sokkabuxurnar sem ég hafði hysjað upp um mig til þess að líta sómasamlega út.  Þetta er ekki jók, þetta er ,,fakta"!!! Ef ég tæki minn klæðaburð hátíðlega þá væri ég bara núna í algjöru rusli.

 Skrúfum til baka.  Klukkan er þrjú, Tími til kominn að taka sig til, því við erum boðin í boð til vina okkar þar sem á að halda svona "welcome" patry fyrir vini okkar frá Las Vegas.  Og dressið sem ég hafði ætlað að klæðast og vera flottust, fittaði bara ekki inn í veðráttuna.  Sem sé hér er skítakuldi!!!  Ég dreg fram svart dress frá dönskum fatahönnuði.  (elska Bitte Kai Ran)  þá kemur að sokkum.  Finn nýja sokka sem keyptir voru í Vínarborg, takið eftir sko Vínarborg, bíð ykkur ekki upp á neitt annað og hysja upp um mig þessar forláta sokkabuxur.  Lít í spegil, djöfullinn , þetta eru rosalega spes sokkabuxur og fittuðu við átfittið eins og flís við rass.  Svona með sérsöku design og  þrusu flottar stelpur. 

 Halló var ég ekki búin að segja að þessi færsla er eiginlega ekki fyrir ykkur strákar mínir.

Ég mæti fyrst í boðið þar sem ég ætlaði að hjálpa vinkonu minni aðeins við undirbúning.  Hún rekur strax augun í sokkabuxurnar og segir:  Whow were did you get those? 

Gestir fara að tínast inn í boðið og sú sem situr mér næst segir whow, hafið þið séð sokkabuxurnar hennar Íu.  Þetta var orðið ansi pínlegt,  mér fannst ég vera eins og sýningargripur eða svartur sauður í hvítri hjörð. 

Minn elskulegi mætir loks í boðið þar sem hann var seinn fyrir og þá gellur í einum af hans pókerfélaga:  Thorir  konan þín er flottust hér í kvöld.   Ég vissi ekki hvort ég ætti að taka þessu sem komplimenti eða.... voru þetta bölvaðar sokkabuxurnar.

Komin heim og þegar ég smeygði mér úr múnderingunni þá blasti við mér þetta líka flotta lykkjufall sem hafði betur fer ekki verið sjáanlegt í  boðinu, en það sem ég var fegin, núna get ég hent þessum sýningagrip í ruslið og aldrei, aldrei skal ég fjárfesta í öðru eins endemis pjátri. Shy Whistler 

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engin mynd af gripnum kona?  Hvernig litu þær út?  Kommon, er að drepast úr spenningi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég líka, vill fá mynd, sko eftir að ég andaði léttar yfir því að það hafði ekki verið lykkjufall sem sást, þá, en eins og þið munið stelpur vorum við aldar upp við það að lykkjufall væri forbannaður drusluháttur, og er það aldeilis hár rétt.

Munið þið eftir því þegar konur gátu farið með sokkabuxurnar sínar í viðgerð?.
Það sparaði örugglega margar krónurnar.
                       Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Gísli Blöndal

Hæ Ía. Ég þarf endilega að senda þér mynd sem ég fann í tiltektinni minni en til þess þarf ég að fá netfangið þitt. Pleas sendu mér það á chloe@islandia.is annars set ég myndna á bloggið mitt!!!!!!!
Kv. Gísli

Gísli Blöndal, 17.4.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, ég hefði líka viljað sjá mynd, þú hefur verið center of attention, ekki slæmt.  Eigðu ljúfan dag elskuleg.  Circle Of Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég meina, hver vill fá athygli út á sokkabuxur!!!!!! Ég skil vel að þú hafir hent þeim, það hefði ég líka gert.  - Sá ekkert í hvernig fötum hún var, en VÁÁÁ þú hefðir átt að sjá SOKKABUXURNAR !!!!!  -  Ég hef aldrei heyrt svona fyrr.  - Eftirá að hyggja - finnst þér þetta ekki svolítið fyndið, Ía ? -  Þetta er spes?   Minntist enginn á dressið sem þú varst í ?  -  Þú verður að taka mynd af sokkabuxunum og setja þær hérna á síðuna ? -  Mér finnst þetta alveg rosalega fyndið.- En ég átta mig ekki á, hvar hápunktur athyglinnar liggur þarna. - Hér áður var það andlitið:, augun, munnurinn, tennurnar - nú er það hvar?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Fötin skapa manninn, það má nú segja

Eva Benjamínsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:11

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin.  Get ekki tekið mynd, buxurnar eru komnar í ruslið kæru vinkonur.

Hallgerður það hefði mátt halda það að skortur hefði verið á umræðuefni hehehhe

Gísli þú vogar þér ekki að setja mynd af mér á síðuna þína, hef það á tilfinningunni að ég sé eitthvað að flippa út þarna svo ég sendi þér mailið mitt núna. Tek ekki nokkurn sjens. hehehhe

Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband