28.4.2008 | 11:08
Ég er að læra nýtt tungumál sem heitir ,,Þóríska".
Dagarnir hér þjóta frá okkur og hvernig á annað að vera þegar maður er með hugann við lítinn gutta sem stoppar aldrei og lætur afa og ömmu snúast eins og skoparakringlur allan daginn.
Við höfum líka orðið að hafa okkur öll við að læra nýtt tungumál blandað táknmáli sbr. ,,brrritssi"/bíll, ssssiiii með vísifingur á vör/ drekka. Nokkur orð eru mjög skiljanleg t.d. ,,sessssdu" sem er notað mikið í svona skipunartón, með hrikalegri áherslu. Síðan er eitt orð sem allir ættu að skilja og það er orðið ,,agalega" en hefur allt aðra meiningu í munni barnsins. E.t.v. verð ég búin að fá botn í þetta áður en ég fer heim.
Er þetta ekki bara yndislegt!
En nú eru mamma og pabbi komin heim frá útlöndum og afi og amma komin í ,,frí" í nokkra daga.
Hér á fjórða degi sumars sendi ég ykkur öllum, vinir mínir og fjölskylda, okkar bestur kveðjur inn í gott og sólríkt sumar !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ljúfar mánudagskveðjur til þín
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 11:32
Kær kveðja til þín elsku Ía, mikið held ég að sá stutti eigi eftir að sakna ykkar þegar þið farið til baka. - Sem ég vil alls ekki að þið gerið strax, eða helst ekki fyrr en í haust.
Því það er alveg augljóst að þið komuð með sólina og vorið með ykkur í þetta skiptið. - Og ég er hálfhrædd um, að þið takið það, "óvart" með, til baka. Kær kveðja til þín og þinna. Kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:14
Knús kveðjur Ía mín mikið er búið að vera gaman hjá ykkur.
Hlakka til að fá þig inn í hringinn aftur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 19:53
Gott að taka nýjan kúrs árlega að minnsta kosti Ía mín . Vona að þessir fáu dagar sem eftir eru verði viðburðaríkir og skemmtilegir. Sjáumst seinna í rólegheitunum.kveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:23
Hljómar yndislegt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.