1. maí fyrir þrjátíu árum.

1. maí fyrir nákvæmlega þrjátíu árum stóð lítill þriggja ára gutti  fyrir utan veitingastað foreldra sinna við Hlemm og vakti mikla athygli vegfarenda þar sem hann stóð klæddur í hvíta kokkasvuntu sem bundin var undir handakrikana og náði alla leið niður að strigaskónum.  Í hendinni bar hann stóra sleif sem hann hélt uppi sem veldissprota. Birtist mynd af þessum litla ljóshærða baráttumanni í einhverju dagblaðanna daginn eftir þar sem hann stóð þetta líka vígalegur tilbúinn í slaginn.

Fólk var að safnast saman með kröfuspjöldin og verkalýðsfána því nú átti að halda fylktu liði niður Laugaveginn. Þar sem litli guttinn stóð í sinni sértöku múnderingu og fylgdist með þegar fólk fólk fór að raða sér upp eftir öllum kúnstarinnar reglum tók hann allt í einu eftir því að nú hafði bæst í hópinn Lúðrasveit sem hann kallaði alltaf hornablástur.  Sá stutti kætist allur og þar sem hann hafði nýlega farið í skrúðgöngu með foreldrum sínum á sumardaginn fyrsta og mundi vel eftir fánum og blöðrum sem fylgdu svona skrúðgöngum., hélt hann auðvitað að nú ætti að endurtaka leikinn.

Hann segir við föður sinn sem stendur þarna með honum:  Pabbi koma í skrúðgöngu.

 Marching Band Nei, við förum ekki í þessa skrúðgöngu.

En pabbi það er hornablástur, ég vil fara í skrúðgöngu.

Nei, við förum ekki í svona skrúðgöngu, þetta eru bara kommúnistar.

Sama hvernig sá stutti suðaði, pabba var ekki haggað.  Sjálfsagt hafa fallið nokkur tár enda hvernig átti lítill þriggja og hálfs árs gutti að skilja að pabbi vildi ekki fara með honum í skrúðgöngu.   Hann varð að láta sér nægja að fylgjast með þegar fylkingin hélt af stað niður Laugaveginn með gjallandi hornablæstri.

Orðið kommúnisti bættist við orðaforða barnsins og var það versta sem hann gat sagt ef honum mislíkaði og þar sem bannað var að blóta á heimilinu var þetta orð notað í staðin.

Svona var nú uppeldið á þeim bænum.  Ekki þori ég að segja til um hvar hann stendur nú í pólitíkinni en ég hallast að því að hann sé hægrisinnaður í dag. 


mbl.is Kröfuganga frá Hlemmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill og þetta á við allt t.d. trú.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með soninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góð saga Ía mín en ólík því sem ég upplifði í dag, nú snýst allt um frelsun Palestínu 1. maí á Íslandi 2008... sá líka þarna mann sem hélt á rauðum fána með mynd af Lenin, er það ekki tímaskekkja, hugsaði ég. Svo fannst mér vænt um að vera minnt á Rússnesku byltinguna. Sólin og góða veðrið kærkomið og ég saknaði Guðmundar Jaka. Það er allt púður farið úr þessu, hugsaði ég, þó veit ég af fólki sem hefur það skammarlega vont á Íslandi og mér finnst ekkert veita af að benda á slíkt, verðbólguna, slæmu kjörin og launamismuninn. Lúðrasveit Verkalýðsins var áberandi samstillt og góð og ég söng af fullum hálsi Internationalen, að sjálfsögðu! Hvernig væri lífið ef allir væru bláir?

Eva Benjamínsdóttir, 2.5.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Ég held að þjóðfélagi okkar sé ekki lengur skipt í kommúnista og kapítalista, enda  kalda stríðið löngu búið og andi þess útdauður.  - Nema i huga örfárra, sem hafa ekki komist upp úr því hjólfari sem þeir festurst í 1968, en þeir eru svo fáir að þeir eru eins og síðasti Geirfuglinn, nær útdauðir.

 -  1. maí,  er og verður, vonandi um allaframtíð, baráttudagur verkalýðs um heim allan, dagur þar sem verkafólk, kemur saman, gengur saman, með kröfur sínar, sem tilheyra þeim tíma sem það lifir á.

  - Ég held líka, að þeir sem hölluðust að kapítalisma, fyrir 20 eða 30 árum, hugsi öðruvísi til verkamanna, og lífsviðurværis þeirra, sem minna mega sín, nú, en það gerði þá.  Það er miklu upplýstara nú , en það var þá.

- Ég efast m.a.s. um að þessi pabbi sem ekki vildi ganga með drengnum sínum, í göngu verklýðsins, fyrir 30 árum,  líti heiminn sömu augum og hann gerði þá. - Eiginlega er ég, handviss um,  að pabbinn sjái heiminn, í öðru ljósi en hann gerði fyrir 30 árum.  -   

Því svo mikið hefur heimurinn breyst. Að allir sjá, að heimurinn er ekki bara svart/hvítur, heldur tónar hann allan litaskalann. 

Þannig blómstraði Íslensk alþýða, í litaglaðri kröfugöngu í dag, 1. maí 2008. -  Því allir vita nú,  að rauðu fánarnir eru merki verkamanna um allan heim, líka verkamannanna í Ameríku, jafnt sem í Rússlandi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband