2.5.2008 | 00:52
Kveð ykkur öll með söknuði
Síðasti dagur minn hér í Hamingjulandinu að þessu sinni g á morgun flýg ég heim. Þessi tími er búinn að vera hreint út sagt frábær og ég hef notið hverrar mínútu með fjölskyldunni og vinum. Mikið er ég rík og mikið má ég þakka fyrir. OK, ekki hella sér út í dramatíkina núna þetta er búið að vera svo frábær tími.
Í dag fórum við til Egils bróður í Brunch. Eins og alltaf frábært að heimsækja þau þar sem hljóðfærin eru í hverju horni og börnin gera mann hálf vitlausan með glamri á píanó og önnur tiltæk slagverk. Lútsterkt kaffi bætir upp hausverkinn svo og þeirra elskulega nærvera.
Eftir kossa og knús röltum við Soffa mín með Þóri Inga niður á Skúlagötu. Á Hlemmi varfólk að safnast saman í kröfugönguna og ég svona hálft í hvoru bjóst við að heyra Maístjörnuna en þess í stað bárust jazzaðir tónar um svæðið svo mín fór bara að dilla sér þar sem hún gekk með kerruna á undan sér. Hummm... eitthvað hefur nú fylkingatónlistasmekkurinn breyst með árunum.
Við sátum síðan hjá mömmu og drukkum MEIRA KAFFI og spjölluðum við þá gömlu og ég lofaði að hún fengi að koma til okkar með haustinu. Hún var strax farin að pakka niður í huganum þegar við kvöddum. Elsku mamma mín.
Amman bauð síðan litlu fjölskyldunni í kvöldmat í Grillið á Sögu. Frábær matur, þjónusta og ekki spillti útsýnið yfir borgina okkar í kvöldsólinni.
Að sjálfsögðu var Þórir Ingi stjarna kvöldsins og það fyrsta sem hann gerði þegar þjónninn kom að borðinu með matseðlana var að skipa honum að setjast niður. Sesssdu!! var sagt hátt skírt og greinilega og aumingja þjónninn vissi ekki hvort hann æt´ð hlýða skipuninni, þessi litli gutti var jú gestur og gestir hafa alltaf rétt fyrir sér.
Frábært kvöld sem endaði með því að Daddi bróðir og Bökka komu aðeins við í Garðabænum svo við gætum aðeins knúsað hvort annað áður en ég héldi í faðm litlu útrásarfjölskyldunnar í Prag.
Mikið var gaman að koma heim. Ég elska ykkur öll með tölu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð Ía.
Marta B Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 01:06
Góða ferð Ía mín og þú bloggar úr þér blúsinn þegar þú ert kominn á áfangastað. Það er svo erfitt að kveðja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 07:54
Bon voyage, óska þér alls góðs í útlandinu Ía mín. kv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 2.5.2008 kl. 18:00
Góða ferð heim, og hafðu það sem allra, allra best.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.