Þær taka ,,fýlupillur" líka í Kóngsins Köbenhavn

Komin heim frá Hamingjulandinu heil á húfi en auðvitað töskulaus. Ég mátti svo sem alveg búast við því þar sem ég hafði aðeins 25 mín í millilendingu í Köben.  Held að heilinn í mér sé aðeins farinn að klikka, ég hef lent í þessu áður að bóka mig á flug með svona stuttum millilendingartíma og lofað sjálfi mér að gera það aldrei aftur en einhvern vegin dettur þetta bara í gleymskunnar dá og ég lendi aftur og aftur í þessari hringyðu sem líkist geðveiki.

Þegar ég kom til Keflavíkur um hádegisbil var fátt um manninn í innbókun og ég þakkaði fyrir það pent í huganum.  Þar sem ég stend fremst við borðið kemur voða sæt stúlka til mín og segir:  ég skal hjálpa þér að bóka þig inn hérna megin.  Ja hérna hugsa ég eitthvað hefur nú þjónustan batnað.

Stúlkan dregur mig að maskínu sem stendur þarna aðeins afsíðis og sé ég þá að þetta er  sjálfbókunarvél. Ég brosi mínu blíðasta og segi:  Ég held að þetta gangi ekki ég verð að millilenda og bóka töskuna alla leið til Prag.  Ekkert mál segir hún, ég ætla bara að kenna þér á þetta og rífur um leið af mér bókunarblaðið  og pikkar inn númer og aftur númer, segir svo voða sætt sjáðu, svo bara ýtir þú á áfram. 

 Á meðan er ég á kafi ofan í tösku að leita að gleraugunum því ég sé ekki glóru án þeirra, þ.a.l. missti ég af þessari kennslustund í innbókun.  Ég nennti ekki að fara að útskýra fyrir henni að ég  hefði bara engan áhuga á svona apparati, sem sagt þarna var ég rosalega meðvirk Hallgerður. Hehehehhe.... Auðvitað varð ég síðan að fara að afgreiðsluborðinu og bóka inn töskurnar, þetta var sem sé algjör tvíverknaður. 

Þar tók á móti mér önnur yndælis stúlka og ég krossaði fingur, góðu verndarar, enga yfirvikt!  Taskan bókuð og ég bið um Priority-miða á töskuna vegna þess hve stutt sé á milli véla.  Ekkert slíkt fékkst en hún vafði Saga miða um handfangið og sagði að það virkaði rosa vel. Huhumm ég vissi betur.  

Þegar ég kem inn í vélina sé ég að ,,apparatið" hafði gefið mér sæti næstum aftast í vélinni og lítil von um að geta látið færa sig því vélin var fullbókuð.  Flugið yfir hafið gekk vel þrátt fyrir að ég gat engan vegin hreyft mig þar sem 170 kg. karlmaður sat mér við hlið og þrýsti sínum holdlega líkama fast að mér alla leiðina. Þegar við nálgumst Kóngsins Köben kalla ég í eina freyjuna og spyr hvort möguleiki sé á að ég geti fengið að færa mig fram í þar sem ég hafi svo lítinn tíma á milli véla , þetta var ekkert mál og ég gat loks andað eðlilega síðustu tíu mínúturnar.

Ég er lent og þá byrjar martröðin fyrir alvöru.  Hlaup frá terminal B yfir í C til að bóka mig í Transit.  Þar er ætlunin að farþegar taki miða og bíði rólegir þangað til kemur að þeim.  Ég hafði bara engan tíma í þetta svo ég arka að næsta deski og bið unga konu um að bjarga mér á nóinu þar sem vélin væri að fara eftir 15 mín.  Sú hafði tekið nokkrar ,,fýlupillur" um morguninn og var ekkert nema ólundin.  Ég taldi upp á 100 andaði djúpt, talaði dönsku með ísl. hreim en það hefði ég einfaldlega ekki átt að gera því þá fyrst fór stúlkan í baklás.  Loksins, loksins og ég aftur til baka alla leið á terminal A.  Hljóp eins og geðsjúklingur með svitastrokið andlit og rétt náði að smeygja mér inn um hliðið áður en því var skellt aftur.  Hjúkket ég náði!

Óveður geisaði í Prag í lendingu og vélin tók dýfur og hentist til hægri og vinstri vegna mikilla sviptivinda. Haglið dundi á vélarskrokknum og síðan steypiregn í kjölfarið.  Veðurguðirnir tóku ekki sérlega vel á móti mér í gærkvöldi og síðan til þess að kóróna allt kom ekki taskan.

Það var úrvinda kona sem féll í faðm síns elskulega.  Gat vart komið upp orði. Eina hugsunin var rúm og sofa og sofa. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má segja að allt sé gott sem endar vel.  En þvílík martröð með þennan feita upp í andlitinu á þér.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jæja heldurðu og lyktin !!!!  Ég er sem betur fer öll að skríða saman heheheh

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ekki öfunda ég þig af þessu ferðalagi Ía mín, en þú gleymdir í öllu fátinu að taka með þér góða veðrið, því það var bara, hlýtt og notalegt í bænum í dag. En náðirðu að fá farangurinn þinn ?   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nú ætti flugriðan að vera farinn og þú byrjuð að dansa við bíflugurnar í garðinum. VELKOMIN HEIM

Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:36

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

ojojoj,,hvað ég kannast við þetta og velkominn heim til íslands og ég er í útlandinu..að gleyma passanum í transít er það versta sem hefur komið fyrir mig. Vil ég þá heldur fórna farangri og svefni enn að láta það ske aftur. ég var í Instabúl í Tyrklandi og varla nokkur hræða talaði ensku með neinu viti...þeir tóku röntgenmyndir af skónum mínum og ég var passaður af 2 vélbyssuvörðum allan tíman. Hryllileg hugsun að verða skotin skólaus! Ekki batnaði það þegar vegabréfið mitt kom loksins! ísland fannst ekki í tölvunni! ég fékk að halda áfram til Bangkok sem írlendingur og ég sagði ekki orð..

Óskar Arnórsson, 4.5.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband