Tékkneskt fyrirbæri

Hér hef ég séð bílstjóra sitja undir ungabörnum og hundum keyrandi um á hraðbrautinni.  Svo þetta hefði alveg getað gerst hér í Tékklandi. 

Tékkar hefðu líka fest bjórinn kyrfilega, hann er þeirra lífselexír.  Börnin hefðu þess vegna verið sett í framsætið og ekkert sérstaklega hugsað um að festa þau í belti.

Er alltaf að vona að yfirvöld fari að taka á þessum beltismálum hér en ég held þeir nenni ekki að standa í því að stoppa bíla einungis vegna kæruleysi bílstjóra. 

Annað mál væri ef það væru settar háar sektir hér þá væri löggæslan eins og mýflugur um allt, því auðvitað færi helmingurinn eða meira í þeirra eigin vasa.


mbl.is Setti belti á bjórkassann en ekki barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Margt fólk er bílbeltabjánar 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fólk er svo klikk á köflum.  Fyrir suma er bjórinn merkilegri en börnin.  You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það á greinilega eftir að verða vitundarvakning þarna í Tékklandi.  Hvernig væri að setja í gang átak Ía mín (með stuðningi fyrirtækja of course) til verndar blessuðu Tékknesku börnunum?  Þetta er ekki hægt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband