19.5.2008 | 10:12
Mér finnst rigningin góð, trallallallalla ó já!
Kærkomnir dropar, dropp, dropp heyrðist hér fyrir utan á laugardag og í kjölfarið fór að rigna hressilega. Ég hugsaði: Umm gott fyrir gróðurinn, en innst inni var ég að hugsa um heimilið innan dyra sem setið hefur á hakanum undanfarnar vikur vegna blíðviðris.
Þegar sólin skín er ég alla daga útivið og dunda hér í garðinum frá morgni til kvölds. Á meðan þvottur hrúgast upp í þvottahúsinu, fataherbergið lítur út eins og táningar búi í húsinu, blöð og bækur út um allt og ísskápurinn tómur vegna þess að ég nenni ekki að eyða tíma mínum á markaðinum, þá dundar mín sér úti við skipulagningu og viðhald. Næ að henda í uppþvottavélina á kvöldin, en það er nú bara svona sýndarmennska skal ég segja ykkur, geri það af algjörri neyð svo ég eigi hreinan bolla fyrir morgunsopann.
Í gær fór ég hamförum í þvottahúsinu, er næstum búin að þvo allan bunkann. Dró minn elskulega með mér í svona ,,Greipt og Gripið" þar sem þú kaupir allt í stórum pakkningum. Minn spurði mig þegar við komum að kassanum: Ertu að opna búð elskan? Það hnussaði aðeins í minni og sagði að hann ætti bara að þakka fyrir þessi innkaup, nú væri hann laus allra mála þangað til í desember.
Og hann rignir enn svo ég get haldið áfram með góðri samvisku að dunda hér innan um húsmunina þangað til hann styttir upp sem ég vona að verði á morgun vegna þess að mér leiðast nefnilega svo asskoti mikið húsverk!
Annað líka, þú getur staðið upp fyrir haus í tiltekt en það sér engin mun nema þú sjálf! Smá pirrandi stundum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ía mín, ef þú létir eiga sig að þrífa þá myndi koma að því að skítastuðullinn hjá "sumum" myndi springa. Spurning hversu lengi maður þarf að bíða eftir því. Reyndi þetta einu sinni á mínum betri helmingi. Hehe.
Ég elska rigningu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 10:14
Jamm Jenný ég veit... gerði þetta einu sinni hér fyrir átján árum þegar ég var alveg að gefast upp á íbúðinni sem við bjuggum í það var næstum ógerningur að þrífa þar, kakkalakkar, mölur og annað ógeð!!! Það virkaði í smá tíma eða þangað til við fluttum í betra húsnæði heheheh
Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 10:49
Æ, elskurnar mínar ég var upptakari í svo mörg ár að núna læt ég bara allt falla í gólfið, engillinn minn sem sér alfarið um þetta leyðinlega þvotthús tekur upp eftir mig, ég þurka af og geri svona allt dúllerí, en hann sér um bílinn, garðinn, setur í vaskavélina, skúrar, moppar og ryksugar, en ég elda.
Og ef ég vill láta kaupa extra inn þá sendi ég hann bara og hann kemur með fullan bíl, þessi elska heldur ætíð að það vanti allt.
Enda kalla ég hann engilinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 12:27
Hallgerður mín ég er líka stundum svona fatafella en minn er verri skal ég segja þér
Milla hvar finnur maður svona uppskrift af snyrtipinna. Minn kann að elda, punktur, en það hjálpar auðvitað til. Kann ekki einu sinni að setja riksugu í samband finnur aldrei snúruna. hehehe
Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:38
Ég er líka stundum svona fatafella, en bara stundum. - En talandi um ryksugu, þarf maður ekki bara að kaupa svona ryksugu eins og hún Hallgerður á? Hvar keypti hún sína ryksugu?- Ég hef nefnilega fulla þörf fyrir svoleiðis tæki .
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 13:56
Gaman að þessu ölu hahahha.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:22
Þið eruð frábærar. Blessuð heimilisstörfin bíða alltaf eftir manni. Þau er mis skemmtileg finnst mér en alltaf gerir maður eitthvað. Hafðu það gott Ía mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 22:21
Rigningardagar eru nauðsynlegir, þó ekki væri nema til að njóta sólardaganna ennþá betur
Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.