4.6.2008 | 10:15
Við erum ekki ENDUR!
Hvernig dettur Unni Sigurþórsdóttur að svara svona! Hélt að fólk sem starfaði við umönnun dýra væru dýravinir. Færsla Jóhönnu Magnúsar- Völudóttur lýsir ótrúlegri grimmd starfsfólks Húsdýragarðsins. Maður fer ósjálfrátt að hugsa hvort umönnun dýranna sé ásættanleg.
En fyrst Húsdýragarðurinn vill ekki taka á móti málleysingjunum þá er hægt að fara með þá niður að tjörn og vona að einhver mamman taki munaðarleysingjann að sér.
Það er líka ekki auðvelt að reyna að útskýra fyrir börnum um eðli náttúrunnar og hvernig ungar geti bjargað sér ófleygir og villtir í stórborg.
Ég átti föðursystur sem var sérstaklega elsk að fuglum. Hún var yfirhjúkrunarkona á Farsóttarheimilinu sem þá var og hét. Frænka mín, Anna Kjartansdóttir bjó þarna meir og minna, hafði sitt herbergi og út frá því voru svalir. Þar hafði hún komið fyrir stóru búri og tók að sér að hlúa að veikum og ósjálfbjarga fuglum. Alla tíð sem hún vann þarna voru að minnsta kosti fjórir til fimm þrestir og einn til tveir krummar.
Þessir ólíku fuglar voru ekkert aðskildir í búrinu og ég man sérstaklega eftir einum krumma sem hélt til þarna nokkuð lengi og löngu eftir að hann var orðinn ferðafær. Hann átti það til að sitja á öxl frænku minnar og narta í hennar hrafnsvarta hár.
Þarna fór merk kona með hjartað á réttum stað hvort sem var við menn eða málleysingja.
Ekki bjarga" fuglsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 10:25
Ég tók þetta nú frekar sem svo að hún meinti að þar sem að þau væru ekki endur, gætu þau ekki veitt ungunum það sem þeir þurfa og fá hjá móður sinni. Það er semsagt ef að fólk tekur bara unganna (haldandi það að það sé engin móðir til staðar) þvi það hugsar "þetta er allt í lagi...húsdýragarðurinn bjargar þessu hvort eð er".
Ég kem sjálf úr sveit og hef alið upp margan andarungann þannig að ég er ekki ókunnug þessu. Þetta eru viðkvæm lítil kríli og þurfa t.d sérstakt fóður með bóluefni(eða hvað maður kallar þetta...ég er búin að búa of lengi erlendis!) annars fá ungarnir pest og drepast. Hef upplifað það að vera aðeins of sein að meta hvenær ég ætti að byrja að gefa þetta fóður og margir unganna voru MJÖG fljótir að verða veikir og drepast.
Síðan er það nú líka annað að taka inn villta andarunga, maður þarf að fá þá til að borða og svona. Þetta er heilmikil vinna og ég hafði þá vanalega inni á heimilinu til að geta fylgst stöðugt með þeim.
Annars veit ég ekkert skemmtilegra en að ganga um með litla andarunga eða gæsarunga hlaupandi á eftir manni inni og heyra í sundfitunum á parketinu hehehe eða sjá þá hlaupa svo hratt fyrir hornin að þeir ná ekki að beygja og hlaupa framhjá :) Yndislegir fuglar :)
Íris (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:31
Íris já líklega hefur hún meint þetta þannig. Ég bý hér líka í sveit með mikið fuglalíf og reyni alltaf að koma ungum aftur í hreiðrin ef ég get. Annars sér nú náttúran um þetta sjálf og gaman að fylgjast með hvað þessi litlu kríli eru oft sjálfbjarga.
Ætli sé ekki best að koma andarungum að nærliggjandi tjörn eða vatni, ja alla vega ekki í Húsdýragarðinn.
Þakka þér fyrir innlitið.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 10:45
Eigðu ljúfan og góðan dag í sveitinni þinni Ía mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:15
Kristinn takk fyrir innlitið. Getur vel verið að ég sé hallærislega viðkvæm gagnvart málleysingjum en ég vona að þú hafir lesið færsluna hennar Jóhönnu Magnúsar-Völudóttur. Vildi að ég gæti sett hér inn link en því miður kann ég það ekki.
Sigrún mín á ég ætla mér það innan um allan fuglasönginn.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:44
Ég bloggaði um þetta. Efast ekki um að konan viti hvað hún er að tala um en hún meinti það sem hún sagði og er einfaldlega með attitjúd og veistu að mér líkar það ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:45
Ég hef unnið í húsdýragarðinum og sannleikurinn er bara sá að það er það mikið að gera hjá dýrahirðunum að þeir hafa hreinlega ekki alltaf nægan tíma fyrir þessi kríli, og, eins og Íris bendir á, þá er mikil og erfið vinna að koma þessu á legg.
Annars get ég ekki sagt að mér finnist líklegt til árangurs að fara með ungana á næstu tjörn - það er afskaplega óalgengt í náttúrunni að dýr "ættleiði" unga annarra, þó vissulega gerist það. Bara sjaldan. Afar sjaldan.
Evil monkey, 4.6.2008 kl. 11:46
Evil monkey: Já ég er sammála, fara bara niður að tjörn. Hvernig var ekki með litla ljóta andarungann hann var ættleiddur. En það er bara engin afsökun að vera með derring við blaðamann eða aðra, eins og þessi Unnur, þó það sé mikið að gera í vinnunni.
Jenný nákvæmlega hún var með attitjúd. Ef það er svona erfitt að vinna við umhyrðu dýra á fólk að finna sér aðra vinnu.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:59
Ég finnst svar Unnar lýsa fyrst og fremst raunsæi. Það eru ekki allir sem geta leyft sér að lifa á bleiku skýi í ævintýri.
En ég hefði nú haldið að jafn hjartahlý kona og þú virðist vera, Ía, að þú settir þig í samband við Húsdýragarðinn og byðist til að taka að þér ungana. Nei þess í stað leggur þú til að farið sé með ungana niður að tjörn svo þeir finni sér "fósturmömmu!" Ef eitthvað er kaldlyndi þá er það þessi tillaga. Þetta hefði einhvertíma verið kallað að henda þeim út á Guð og gaddinn.
Það er ekkert flókið en að segja börnum sannleikann, að segja þeim ósatt er erfitt, það kemur alltaf í bakið á manni aftur.
Það er gott að geta ætlað öðrum að hafa hjartað á réttum stað.
"Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ.........."
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2008 kl. 12:13
Axel takk fyrir að líta hér inn. Þú hefur auðheyranlega ekki lesið greinina hennar Jóhönnu! Húsdýragarðurinn tekur ekki á móti ungunum! Hann hendir þeim í frystikistuna. Hvað er þá til ráða? Finnst þér það vera fólk með hjartað á réttum stað?
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:28
Ungunum hefði aldrei verið komið fyrir lifandi í frystikistu. Starfsfólkið hefur ekki náð að halda lífi í þeim. Þegar þetta atvik átti sér stað var fuglaflensu fjölmiðlafárið á hæsta stigi og líklega hafi átt að senda ungana í rannsókn vegna þess.
Auðvitað tekur garðurinn við ungum og starfsfólkið reynir eftir bestu getu að hlúa að þeim en það er mjög erfitt og tekst afar sjaldan. Fólk er ekki jafn hæft að hugsa um unga og mæður þeirra. Þar sem að við erum ekki endur.
Einhver sem veit hvað hún er að tala um. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:49
Það kom ekki fram í greininni að Húsdýragarðurinn tæki ekki á móti ungum, konan bað fólk að flýta sér ekki of mikið að bjarga ungum því þeir ættu ekki neitt frekar mikinn séns að lifa af þar en í náttúrunni. Hún sagði jafnframt að þau tækju við ungum þar sem það væri ljóst að foreldrið væri ekki lifandi t.d. kötturinn þinn át mömmuna og þú veist það, þá getur þú farið með ungann til þeirra og þau gera sitt besta til að halda lífi í honum.
Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:52
Komið þið sæl hér, það var víst frásögn mín sem olli einhverju af þessu ,,fjaðrafoki" hér inni. Gott væri af einhver af þeim sem vita hvað á að gera segði nú hvað þau myndu gera ef þau sæju unga hlaupa um umferðargötu á háannatíma? ..
Á að horfa í hina áttina og vonast til að verða ekki vitni að því að þeir verði keyrðir í klessu? .. Þetta var allt gert af góðum hug, við vonuðumst til að bjarga þessum ungagreyjum frá bráðum dauðdaga. Það fyrsta sem kom í hug var Húsdýragarðurinn sem griðastaður. Tekið var á móti ungunum og dóttur minni sagt að það yrði um þá hugsað. Það næsta sem hún sér af þeim eru ,,líkin" í frystikistunni. Eflaust hafa þeir dáið ,,eðlilegum dauðdaga" ekkert veit ég um það,
en þetta var bara afar sorglegt og hefði mátt upplýsa hana betur um hvaða afleiðingar það hefur að taka upp unga, ef þeir eru líklegir til að drepast af því, en það hlýtur starfsfólkið að vita... .. og kemur hér fram hjá ,,Einni sem veit hvað hún er að tala um."
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2008 kl. 16:37
ég skil ekki í þér að vera að blogga um þetta. í fyrsta lagi var þetta varla frétt og í öðru lagi virðistu vilja lesa þetta allt á versta veg.
"Færsla Jóhönnu Magnúsar- Völudóttur lýsir ótrúlegri grimmd starfsfólks Húsdýragarðsins."
er ekki allt í lagi? Lestu fréttina aftur og svo aftur þangað til að þú skilur að fréttin er vinsamleg ábending að taka ekki unga frá mæðrum sínum. Er það ótrúleg grimmd?
tommi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 16:39
Takk fyrir innlitin og ég bið ykkur vel að lifa
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 19:21
Hæ Ía mín er bara á rúntinum takk fyrir góðar kveðjur og knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 19:36
"Ekki taka unga úr náttúrunni sem kannski eiga séns" sagði hún í viðtalinu. Mér finnst fólk vera að taka orð hennar algjörlega úr samhengi og snúa út úr fyrir henni.
Hún sagði hvergi að þau vildu ekki taka við dýrum.
Ellý, 4.6.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.