5.6.2008 | 08:08
Lítið væri gaman hér í henni velsu ef enginn væri bardaginn
Jæja þar kom að því að frekar leiðinlegar umræður spruttu upp á blogginu mínu í gær. Ég var eiginlega alls ekki viðbúin þessu og hafði dálítið gaman að í fyrstu, en fór að leiðast þófið þegar líða tók á daginn. En þegar maður tekur sterkt til orða sem ég og gerði, þá má auðvitað búast við því að ekki séu allir sammála og myndast getur misskilningur. Þannig er það bara í henni veslu.
En gott fólk nú er runninn upp nýr dagur með nýjum verkefnum og við skulum bjóða hann velkominn með öllu því sem honum tilheyrir.
Í gærdag skruppum við aðeins til litlu fjölskyldunnar í Prag til að knúsa þau aðeins áður en þau halda til Íslands. Við ætlum líka að leggja land undir fót á morgun en þau í næstu viku. Litla fjölskyldan frá Laufási/Grenivík var líka að fara heim í dag svo allir voru í svona knússtuði.
Eigið góðan og bjartan dag og elskið hvort annað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
Athugasemdir
Já góðan daginn og til hamingju með hann.
Kveðja úr sveitinni.
Þröstur Unnar, 5.6.2008 kl. 08:43
Velkomin í hópinn. Þá meina ég hóp þeirra sem fá á baukinn í athugasemdakerfinu. Ég kveð reglulega fast að orði (understatement) til að fá fram umræður um ákveðin málefni. Sumt sem ég fæ í kommentakerfið mitt er ekki prenthæft og sumt þarf ég að taka út, en það er vel þess virði.
Knús á þig kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 09:01
Takk fyrir það Jenný og ég er bara pínu stolt af því að vera komin í þennan skemmtilega hóp hehehheh...
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 09:13
Nákvæmlega dálítil studia. Knús á þig Hallgerður
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 10:14
Mér fynnst þú bara frábær Ía mín.
Knus til þí n
Kristín Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:13
Auðvitað ertu frábær Ía mín og við lendum öll í svona þjarki,
maður bara leysir það eftir því sem það kemur upp.
Eigðu góðan dag
kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 12:21
Elskurnar mínar takk fyrir. Uss ég hafði bara gaman að þessu þar til ,,sumir" voru farnir að röfla þá nennti ég ekki þessu þjarki lengur.
Þröstur minn var ég búin að knúsa þig inn í daginn líka?
Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.