6.6.2008 | 07:35
Þessi fallegi dagur, þessi fallegi dagur!
Elsku kallinn okkar. Var að hlusta á lagið þitt og fannst það eiga svo vel við á þessum fallega degi. Okkar innilegustu hamingjuóskir til ykkar Hrafnhildar! Vonandi kíkið þið í kaffi fljótlega. Borgin skartar sínu fegursta hér núna og við flöggum fána í tilefni dagsins.
Njótið þess að vera til! Bestu kveðjur og knús frá okkur hér að Stjörnusteini og öðru frændfólki hér í Prag.
Bubbi Morthens á afmæli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Tónlist, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ég fíla Bubba og það hefur engin áhrif á mig hvernig hann er í sínu lífi, lögin ein skipta mig máli. Knus inn í helgina
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 20:37
og njóttu Hamborgar
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:25
Bubbi braut blað í tónistarlífi Íslendinga á sínum tíma. - Hann heillaði síðan land og þjóð með framgöngu sinni og baráttu farandverkamanna. - Og hann er enn að og heillar enn. - Hafðu það gott um helgina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.6.2008 kl. 22:41
Bubbi var svo almennilegur að gefa sér góðan tíma til að rabba við strákinn minn fyrir einhverjum árum síðan, en þá var hann algjör ,,Bubba-fan" .. hef alltaf virt hann fyrir það. Hrafnhildur er glæsileg og hlýleg kona.
Óska þeim góðrar framtíðar í sínum hjúskap.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.