Stundum er maður bara alveg ofan úr afdölum.

Ekki má maður skreppa bæjarleið eina viku þá er eins og gróðurinn taki kipp á meðan svo nú eru allar trjáa, rósa og runnaklippur komnar í hleðslu þannig að ég geti eytt helginni í að snyrta og fegra hér úti. Ekki voru það nú einungis garðplönturnar sem tóku kipp heldur sá ég í morgun að mitt undurfagra hár hafði tekið miklum stakkaskiptum og ég leit út eins og reytt hæna.  Sjálfsagt hefur blessað sjávarloftið haft þessi áhrif svo nú þarf að gera eitthvað róttækt í þeim málum líka.

Annars var ferðin okkar bara hin huggulegasta.  Tekið var á móti okkur sem höfðingjum af General Mills ( Häagen-Dazs) og okkur komið fyrir á Hotel East sem er eitt það mest trend hótel sem við höfum gist á, staðsett í St. Pauli svo auðvitað var kíkt á Reeperbahn eitt kvöldið.  Óskaplega ömurlegt að fylgjast með næturlífinu þar og rusli sem þakti alla götuna hvar sem litið var.  Minn elskulegi fékk létt sjokk og kallar hann nú ekki allt ömmu sína en hann fræddi mig á því að mikla breytingar hefðu orðið þarna í áranna rás og allar til hins verra.  

Ég ætla aðeins að víkja að hótelinu sem við bjuggum á.  Við fengum svokallaði mini suite og vorum að sjálfsögðu voða lukkuleg með það þar sem minn þolir illa þrengsli í hótelherbergjum.  Rúmið var auðvitað king size og var staðsett út á miðju gólfi eins og einhver hefði ekki haft kraft til þess að koma því upp að vegg. 

 Í enda herbergisins var tvöfalt baðkar með nuddi að sjálfsögðu þar fyrir framan var komið fyrir löngu borði og tók það mig dálítinn tíma að fatta að þarna var vaskurinn staðsettur en hann leit út eins og risa kuðungur úr stáli. Ekkert skilrúm bara svona plantað þarna á miðju gólfi.  Ég get svarið fyrir það að mér fannst ég alltaf vera að afgreiða á bar þegar ég stóð þarna og burstaði tennurnar. Datt meir að segja einu sinnu út úr mér:  Hvað má bjóða þér að drekka!

Að sjálfsögðu var allt stýrt með fjarstýringu svo það lá við að ég hringdi í Helga í Lumex til að fá upplýsingar um hvernig ég gæti dregið teppið af rúminu. En það fór ljómandi vel um okkur þessa daga og við skemmtum okkur konunglega enda hvernig var annað hægt þegar gestgjafarnir eru slíkir höfðingjar. 

Næst ætla ég samt að vera búin að afla mér þekkingar á svona smávægilegum hlutum eins og fjarstýrðum gardínum og frussandi vatni í kuðungavaski sem sullaðist út um allt borð þegar maður kom nálægt en ekki vera eins og einhver álfur úr afdölum.  It's All Good 

   

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hefur greinilega bara verið frábært lúxuslíf.

Þú ættir að sjá hárið á mér vúman.  Ég verð að troða því í hnút það er orðið svo enganveginn í sniðinu.  Á erfitt með að gera upp við mig hvað ég ætla að gera í strípumálum.

Kveðja yfir fjöll og haf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já stelpur frábær ferð.  Mér er engin vorkunn hér í garðinum, það er mitt hobby Halgerður mín.

Jenný búin að panta klippingu, maður getur ekki látið sjá sig svona eins og herfu.

Er að fara að knúsa litlu prinsessuna mína áður en hún fer heim til Íslands.

Ía Jóhannsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið hafið aldeilis haft það gott, ekki vantar húmorinn hjá þér, það er nú gott að þú ert búin að panta klippingu, annars gæti farið fyrir þér eins og mér,
ég fór náttúrlega sjálf að tæta, bara svolítið, en er ég kom til hárgreiðslukonunnar minnar þá fékk hún létt sjokk, núna er ég svo stuttklippt að það hálfa væri nóg.
Ég á þetta til, sko að fá æðiskast í hárið á mér.
                          Knús til þín Ía mín
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband