13.6.2008 | 10:27
Það liggur eitthvað í loftinu
Ef maður tryði því að dagurinn í dag væri bundinn álögum þá færi maður nú ekki langt frá húsi. Satt best að segja er ég svona hálft í hvoru að spá í að vera bara inni en það hefur ekkert með almanakið að gera heldur er ég bara hræðilega löt. Held það sé einhver lægð hér innra svo þá er ekki að búast við miklum afrekum á þessu heimili.
Enda hvernig á annað að vera þegar hitastigið fellur niður um 10 til 15° og austanvindar blása hressilega. Já ég veit þetta er auðvitað eintómur aumingjaskapur en hér sit ég og er búin að draga fram lopapeysu og er vafin inn í 66°norður teppi og er skítkalt. Horfi hér út þar sem þungbúin ský hrannast upp eins og óvættir. Þau gera aðför að mér ég meina það!
OK, best að hætta að bulla þetta og koma sér út út húsi, en ég fer ekki úr lopanum, það er sko alveg á hreinu! Svo kemur gollan líka til með að hjálpa til ef ég skildi nú hendast á hausinn, dregur alla vega úr fallinu og áverkum.
Ætli hundurinn viti að það sé föstudagurinn 13.? Hann hefur heldur ekki farið út fyrir dyr í dag!
Óhappadegi fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég tek svona kerlingabækur sem áskorun. Ég hreinlega ákveð að svona daga séu happadagar. Ég bíð eftir að vinna í lottóinu. Ó, á ekki miða en ég vinn samt alveg örugglega.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 10:29
Hehehe já ég er að berja í mig kjark Jenný
Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:32
Vá, er svona kalt hjá þér núna? - Er það ekki bara lýsandi fyrir daginn! Það skánar örugglega á morgun, þegar að það kemur nýr dagur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2008 kl. 11:54
Neip Hallgerður ekki Golan heldur gollan þessi úr lopanum. Hehehhe...get bara ekki hugsað um meiri sjó á næstunni.
Lilja já vonandi kemur nýr og betri dagur annar er nú útlitið ekki sem best á veðurkortinu því miður.
Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 13:45
Ekki ertu að verða veik, nei nei það má ekki á sumrin.
Hef aldrei hugsað út í þetta með föstudaginn 13, enda er 13 happatalan mín.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:46
Nei Milla mín ég er bara löt í dag og það er skítakuldi hér ekki nema 14° hehehheh
Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 13:50
Ég leyfi mér stundum að líta á eigin leti sem varnarviðbrögð líkamans Safna orku fyrir næstu törn. Hvíldu þig bara Ía mín, föstudagurinn 13. kemur svo sjaldan
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:47
Ætla að taka þig á orðinu Sigrún mín enda mikið um að vera hér í næstu viku.
Ía Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:27
Ía mín ekki er nú neitt spes veður í danaveldi hja okkur ungunm, skýað og rigning annað slagið, vonandi fer þetta að lagast hjá okkur báðum.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.