Gömul ísvél og gullhringar á fingur

 Love Forever Fyrir nákvæmlega 34 árum vaknaði ungur maður við hlið kærustu sinnar sem enn svaf vært.  Hann fór varlega fram úr rúminu, klæddi sig hljóðlega, smellti koss á kinn sinnar elskulegu og hvarf út um útidyrnar.  Settist inn í gamlan gulan Volkswagen og keyrði sem leið lá úr Breiðholtinu og niður í bæ. 

Nú skildi fjárfesta í ísvél, ekki nýrri enda fjárhagurinn ekki bæsinn en kæmi sér vel á veitingastaðnum þar sem 17. júni var á næsta leiti og uppgripsdagur fyrir veitingamenn.

Upp í leiguíbúðinni í Dvergabakkanum vaknaði unnustan og brosti framan í heiminn.  Í dag var dagurinn þeirra.  15. júní 1974.  Þetta var mildur sumardagur, smá skýjað en það gerði ekkert til bara að hann færi nú ekki að rigna.  Unga konan klæddi sig og og gjóaði augunum á kjólinn sem hékk á herðatré á fataskápnum.  Fallegur síður kjóll, ekki hvítur heldur í mörgum fallegum pastellitum vegna þess að kona var ekki einsömul og það þótti ekki við hæfi að ganga í það heilaga þó aðeins þrír mánuðir væru liðnir á meðgönguna.  En áður en hún ætlaði að klæðast þessum kjól var haldið til hárgreiðsludömu í næsta nágrenni.  Í þá daga var ekki mikið um að farið væri í handsnyrtingu, ljósabekki eða förðun, nei bara það allra nauðsynlegasta var látið duga.

Um tvö leitið byrtist brúðguminn aftur heima með brúðarvöndinn sem hann hafði náð í á heimleiðinni. Var þá búinn að tengja ísvélina og íshræran komin á sinn stað svo nú færu seðlarnir að halast inn.  Brúðurin var komin í kjólinn og var að maskara á sér augun og setja punktinn yfir Iið. 

Man nú ekki alveg um hvað var rætt en örugglega var það ísvélin góða sem var enn hápunktur dagsins. Brúðguminn skveraði sig í sturtu og klæddi sig í smókinginn og um hálf þrjúleitið héldu brúðhjónin saman til kirkjunnar.  Man eftir að mér var oft litið til himins á leiðinni var svolítið hrædd um að hann færi að rigna og það mátti bara alls ekki.

Þegar við stigum út úr bílnum við litlu Árbæjarkirkjuna tóku á móti okkur fámenn fjölskylda og presturinn Sr. Halldór Gröndal.  Það hvessti skyndilega svo brúðurin var í vandræðum með að halda þunnum siffonkjólnum í skorðum.  En í miðri athöfn fór sólin að skína og geislarnir þrengdu sér inn um litla kirkjugluggana.   

Það er oft sagt að hjónabandið þróist eins og veðurfar brúðkaupsdagsins.  Sumir vilja halda því fram að þetta séu eintómar kerlingabækur en ef ég á að vera hreinskilin þá held ég að okkar hjónaband hafi mótast dálítið eins og veðrið þennan dag.  Það hefur verið ansi vindasamt á stundum en nú í dag skín bara sólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt, til hamingju með daginn Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með daginn og ekki síður með sólarbirtuna.

Jens Guð, 15.6.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara yndisleg, er ekki hissa þó að sólin ljómi á móti ykkur í dag
og alla daga. hjartanlega til hamingju, kæru hjón.
                           Kveðjur
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn og þetta er afskaplega falleg færsla.

En er það ekki þannig með lífið, það blæs stundum og aðra daga ríkir rjómablíða?

En enn og aftur, til hamingju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir mínir kæru vinir.  Okkur þykir vænt um kveðjur ykkar allra

Ía Jóhannsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

VÁ !  Dásamlega falleg frásögn. - Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar hjónakorna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Hulla Dan

Gríðalega falleg frásögn, og þó ég þekki ykkur ekki neitt má ég samt til með að óska ykkur til hamingju með daginn í gær.

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 07:24

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitið Hulla og til hamingju líka með litla Kattholtsguttann þinn.

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 08:32

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Falleg frásögn.Kíkji stundum inn á síduna tína ,ákvad ad vera ekki lengur dónaleg og kvitta Er tad ekki alltaf tannig í lífinu, tad takast á skin og skúrir? ..Tad er líka af hinu góda held tad yrdi frekar flatt og leidinlegt ef svo væri ekki.Óska ykkur hjartanlega til hamingju med daginn.

Knús inn í gódann mánudag.

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 08:34

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jyderupdrottning takk kærlega fyrir innlitin og góðar kveðjur inn í Danaveldi.  Ekki svo langt á milli okkar, ert þú annars ekki í Danaveldi? 

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Hulla Dan

Og þá erum við bloggvinir
Megi nú blogg vinátta okkar blómstra stórum

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 09:08

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir.Jú ég bý á vestur-sjálandi.Nei ekki svo langt á milli okkar ..hef reyndar komid á veitingarstad tinn 2svar í prag en tad er nokkud langt sídan.fannst voda gaman ad koma tangad sitja lengji og spjalla vid adra gesti og fá yndislega súpu eins gód og hún var hjá ykkur...

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 09:49

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra drottning.  Vertu velkomin aftur nú bankar þú vonandi á dyr hjá mér næst. 

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband